Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 30

Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 30
Brúin á áhorfsmetið í Svíþjóð og Danmörku, þar sem 1,3 milljónir fylgdust með þáttunum. Í Bretlandi horfðu 1,6 milljónir á þættina sem er met fyrir efni sem ekki er framleitt í Bret- landi. Brúin er aðeins önnur þáttaserían sem sýnd er á BBC með enskum texta. Sú fyrsta var Forbrydelsen frá Danmörku. Brúin hefur verið sýnd í 174 löndum í heiminum, og alls staðar hafa þættirnir notið mikilla vinsælda. Endurgerðir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum, þar sem sögusviðið er landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sem og í Frakk- landi og Englandi þar sem sögusviðið eru göngin á milli þessara tveggja stórvelda. Íslenska leik- konan María Árnadóttir lék prest í lokaþætti þriðju seríunnar, og ljósmyndarinn Baldur Bragason tók ljósmyndir fyrir kynningarefni seríunnar. Upphafslag þáttanna heitir Hollow Talk og er flutt af dönsku hljómsveitinni Choir Of Young Believers, og er tekið af plötu sveitar- innar frá árinu 2008. Saga Norén tekur munntóbak í þáttunum og er það viljandi gert af Svíum að gera þessari framleiðslu sinni hátt undir höfði með von um frekari útflutning vörunnar. Tegund Sögu er Jagar Pris, sem er vinsæl meðal kvenna í Svíþjóð. Leikarinn Nikolas Bro sem leikur Freddy Holst í þriðju seríunni, lék í kvikmynd Dags Kára Voksne Mennesker frá árinu 2005. Þeir kynnt- ust í kvikmyndanámi í Danmörku. Brúin sigrar heiminn Vinsældir sjónvarpsþáttanna um Brúna eiga sér varla hliðstæðu. Þættirnir sem eru samvinnu- verkefni DR í Danmörku og SVT í Svíþjóð hafa farið sigurför um heiminn og hafa gert það að verkum að skandinavískir sjónvarpsþættir eru það allra vinsælasta í sjónvarpsdagskrá um allan heim, hvort sem litið er til austurs eða vesturs. Í þriðju þáttaröðinni sem var að klárast bendir allt til þess að sú fjórða fari í framleiðslu og hefur því heims- byggðin ekki séð Sögu Norén í síðasta sinn. Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þessa langvinsælustu sjónvarpsþáttaröð í heimi í dag. Höfundur Hans Rosenfeldt Rúmlega fimmtugur Svíi sem fyrir tíma Brúarinnar var meðhöfundur að nokkrum sænskum sjónvarpsseríum. Hann hefur einnig verið vinsæll dagskrárgerðarmaður í útvarpi og samið nokkrar skáldsögur. Hans ætlaði sér að verða körfuknatt- leiksmaður, enda er hann rúmir tveir metrar á hæð. Saga Sofia Helin Helin er 43 ára gömul sænsk leikkona. Hún er með gráðu í heimspeki frá háskólanum í Lundi og útskrifaðist sem leikkona árið 2001. Eiginmaður hennar er prestur og hún fékk örið í andlitinu í hjólreiðaslysi þegar hún var 24 ára gömul. Hún er tveggja barna móðir og býr í smábæ fyrir utan Linköping. Henrik Thure Lindhard Fæddur á aðfangadag árið 1974 í Danmörku. Útskrifaðist sem leikari árið 1998. 12 ára gamall lék hann í kvik- myndinni um Pelle sigurvegara eftir Bille August, sem naut mikilla vinsælda. Síðan þá hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum. Meðal annars í Into The Wild frá 2007 og Angels And Demons með Tom Hanks frá árinu 2009. Einnig fór hann með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Borgias. 30 úttekt Helgin 4.-6. desember 2015 Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.