Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 36

Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 36
S íðan hitti Hildí þann þriðja – „Der Dritte“ – hjá vinkonu sinni á Ránar-götunni. Ekki veit þó fjöl- skyldan með vissu hvenær það var. Eyþór var hávaxinn maður og dökkur yfirlitum. „Því er ekki að neita, mér þótti hann svellmyndar- legur,“ segir hún í minningum sínum. Nokkrum mánuðum síðar var hún gift Eyþóri Björgvinssyni og flutt í hálfgerða verbúð í Njarðvík. Seinna keyptu hjónin litla jörð, Bursthús, rétt við Hvalsneskirkju sunnan við Sandgerði. Guðrún Brynjúlfsdóttir, sem hafði fóstrað Elísabetu og Guðrúnu litlu, kom til hjónanna með nöfnu sína litlu sem hafði búið hjá Jóni föður sínum eftir að Elísabet systir hennar dó. Guðrún fóstra dvaldi talsvert hjá þeim næstu árin, þó með hléum því að samkomulagið var ekki alltaf með besta móti. Það var í ágúst 1963 sem Rann- veig Eyþórsdóttir kom í heiminn með látum. Hún segir svo frá: Ég er fædd í Útsölum á Seltjarnarnesi, þar sem amma María og Friðrik Dungal bjuggu. Mamma og pabbi voru á leið til Reykjavíkur í veislu. Þau komu við í Útsölum því að mamma þurfti að fara í sturtu. En hún fékk hríðir og fór bara beint í rúmið, hausinn ýtti á nærbuxurnar og María amma sagði víst: „Guð minn góður, ég held að barnið sé að koma.“ Í því kom ég bara. Þannig heyrði ég söguna. Hildí vann við skrifstofustörf á Keflavíkurflugvelli. Hún var ekki Háski á sjó og landi Ragnhildur Thorlacius fréttamaður hefur skráð magnaða ævisögu Brynhildar Georgíu Björnsson, konunnar sem var fyrirmyndin að Herbjörgu Maríu Björnsson í bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°. Brynhildur, sem alltaf var kölluð Hildí, var fædd í hálfgerðum felum. Hún var barn ungra ógiftra foreldra og barnabarn fyrstu forsetahjóna Íslands. Hún ólst upp í stríðshrjáðu Þýskalandi, hernuminni Danmörku og á Bessastöðum. Hún seldi þvottasnúrur í Argentínu, sótti sjóinn frá Suðurnesjum, hlýddi á óperur og bakaði baguette við Ísafjarðardjúp. Hún missti tvö börn, átti fimm menn og eyddi sautján síðustu árum ævi sinnar rúmföst í bílskúr í Reykjavík. Við grípum niður í 6. kafla bókarinnar. með bílpróf sem hefði sett strik í reikninginn fyrir flesta en Hildí lét það aldrei stöðva sig við aksturinn. Eyþór var lengstum á sjónum en vann þess á milli við pípulagningar á Vellinum. Tveimur árum eftir að Rannveig kom í heiminn, fæddist Hjördís, í júlí 1965. Hildí var 35 ára. Heltekin af veiðibakteríu Eyþór langaði til að gera út sjálfur og tókst að festa kaup á fjögurra tonna trillu – Guðrúnu. Hildí fékk þá flugu í höfuðið sumarið 1967 að fara með honum í róður. Eftir fjögurra tíma stím suður á Reykja- nesröst var hún orðin illa sjóveik og það varð hún alltaf á sjó, eins og hún segir frá í viðtali við Vikuna árið 1980: Ég varð fljótlega heltekin af veiðibakteríunni. Ég var geysilega sjóveik allan tímann en þegar sjórinn moraði í fiski hvarf allt annað í skuggann. Ég stóð bara titrandi og skjálfandi af spenningi eins og eiturlyfjaneytandi. Eftir fiskitarnirnar var ég oft svo þreytt að ég komst varla niður í lúkar. Ég skil svo sannarlega af hverju menn hætta lífi sínu í vondum veðrum þegar vel fiskast. Systurnar litlu voru í umsjón Guðrúnar gömlu en hjónin voru á skaki fram á haust. Þá réðu þau sig á 27 tonna bát, hún sem kokkur. Um áramótin tókst Eyþóri að kaupa gamlan nótabát, Tindfell, sem hafði verið breytt í fiskibát. Vélin í honum eyðilagðist og þá urðu þau að selja Tindfellið. Næst réðu þau sig á línu- bátinn Ásdísi HU, 22 lesta eikarbát, sem smíðaður var á Skagaströnd og sjósettur þá um sumarið. Ásdísi var fyrst róið í september 1971. Hún reyndist ekki gæfufley. Sjávarháski Það gaf illa um haustið svo að haldið var á Selvogsbanka, úti fyrir Þorlákshöfn, og róið nokkrum sinnum. Með í för voru eigendur Ásdísar, Elvar Valdimarsson og Guðbjörn Hallgrímsson. Hildí segir þannig frá (bls. 98): Svo kynlega bar við, að ég skynj- aði fyrirboða á leiðinni á miðin. Á stíminu frá Sandgerði austur á Sel- vogsbanka lá ég í efri koju. Lúgan var opin til hálfs út á þilfar. Þá kom ég auga á fimm menn í sjóklæðum á dekki. Raunar voru það ekki sjó- klæði eins og nú tíðkast. Þetta sá ég greinilega. Lagt var í róður að kvöldi 1. des- ember. Hildí vakti og átti að vekja áhöfnina klukkan sex um morgun- inn. Aftur sá hún mennina fimm og lúguna á lúkarnum hálfopna. Hildí ýtti við áhöfninni í fyrra fallinu, veður var tekið að versna. Þegar leið á daginn setti hún upp kjötsúpu í stóran pott þótt erfitt væri að athafna sig í sjóganginum. Síðan lagðist hún í efri kojuna (bls. 99): Ég vissi ekki fyrr en að báturinn lagðist á hliðina. Ljósin slokknuðu. Ég hentist framúr. Allt draslið úr hinum kojunum hrundi ofan á mig. Sjórinn streymdi niður í lúkar. Ég var ráðalaus í fyrstu – vissi ekki, hvernig ég ætti að komast út á dekk. Smeygði mér í einhver föt. Ég heyrði drynjandi öskur. Þetta var Eyþór. Skyndilega lagði mikinn eld úr kabyssunni svo að Hildí sá til, gat opnað lúguna og komist út. Það var hríð og suðaustan níu vindstig. Bát- urinn var á hliðinni, Eyþór hékk í mastrinu í sjónum og skipaði henni að stökkva út í (bls. 100): Stökk ég þá í hafið til hans. Syntum við síðan yfir í gúmíbátinn. Vorum við rétt búin að skera hann frá og aðeins komin stuttan spöl frá bátnum, þegar hann bókstaflega hvarf ofan í hafið. Rannveig, sem var átta ára, var hjá afa sínum og ömmu á Akranesi þegar Ásdísin sökk. „Ég man,“ segir Rannveig, „að mamma sagði mér seinna að hún hefði verið búin að gefa upp alla von um að komast af.“ Hildí og Jón, annar eiginmaður hennar, nutu lífsins fyrstu árin saman. Burtshús Sjómaðurinn Hildí. 36 bækur Helgin 4.-6. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.