Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 38

Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 38
 Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS Fullorðnir eru oft svo ferkantaðir Helga Helgadóttir gaf nýverið út sýna fyrstu barnabók, Dóttir Veðurguðsins, en bókin er samstarfsverkefni fjölskyldunnar. Aðalsögu- hetjan Blær er byggð á Maríu, dóttur Helgu og leikararans Þrastar Leós Gunnarssonar. Ljósmynd/ Hari É g er alltaf með minnisbók í töskunni minni þar sem ég skrifa niður allar hugmynd-ir,“ segir Helga Helgadóttir barnabókahöfundur sem gaf nýverið út sína fyrstu barnabók, Dóttir Veður- guðsins. Helga skrifar ekki einungis niður sínar eigin hugmyndir heldur líka eiginmannsins, leikarans Þrastar Leó Gunnarssonar, og dóttur þeirra hjóna, hennar Maríu sem er 10 ára og er bókin í raun samstarfsverkefni fjöl- skyldunnar. Lesblinda er náðargáfa „Ég skrifa þarna allt sem mér dettur í hug en líka þeirra hugmyndir því þau er bæði endalaus uppspretta. Sérstaklega María sem sér heiminn í öðruvísi ljósi en flestir. Ég held alveg örugglega að það tengist lesblindunni,“ segir María en feðginin eru bæði lesblind. „Ég er alveg sannfærð um það að lesblinda sé náðargáfa því lesblindir sjá heiminn allt öðruvísi en við hin. María er iðulega að benda mér á hluti sem ég hefði aldrei tekið eftir sjálf. Þegar við erum til dæm- is á göngu um hverfið þá bendir hún mér að hluti sem ég hef ekki tekið eftir í þau tuttugu ár sem ég hef búið hér. Þröstur er líka alltaf að koma með alls- konar hugmyndir, sumar eru alls ekki góðar en svo koma algjör gullkorn inn á milli,“ segir Helga og hlær. „Ég held að þetta sé spurning um það hvernig við notum heilann, ég er kannski aðeins meira í excel-skjalinu en þau.“ Fullorðnir oft ferkantaðir Helga og María ákváðu svo í samein- ingu að binda saman allar skemmtilegu sögurnar sem voru komnar blað með söguhetjunni Blævi, sem að einhverju leyti er byggð á Maríu. Helga segir ýmislegt annað byggja á fjölskyldunni eins og það að foreldrarnir eru í eldra lagi og að mamman er í háskóla. Hún segist þó ekki vera tvíkynhneigð eins og mamman í bókinni. „Nei, það er ég nú ekki,“ segir Helga og hlær, „þó það myndi nú ekki skipta neinu máli. Það var ýmislegt sem mig langaði til að kæmi fram í bókinni án þess að það yrði samt aðalatriði. Það eru til allskon- ar fjölskyldur og það er svo fínt. Mér finnst barnabækur sem tala niður til barna svo leiðinlegar. Ég reyndi að vera einlæg í þessari bók með því að setja mig í spor Blævar og taka á hlutum eins og fordómum og pólitík. Við fullorðna fólkið getum oft verið svo ferköntuð á meðan börn eru það alls ekki.“ Framhaldið gerist fyrir vestan Helga segir Dóttur Veðurguðsins vera ekta bók fyrir börn og foreldra að lesa saman. „Það hefur verið hefð frá því að elstu börnin okkar Þrastar voru yngri að hafa sögustund öll kvöld og þá er það annaðhvort ég sem les eða Þröstur sem skáldar einhverja snilld,“ segir Helga en þau hjónin eiga sam- eiginlega sjö börn. „María er litla örverpið okkar og það eru okkar mestu gæðastundir þegar við leggjumst upp í rúm á kvöldin og lesum saman. Við höfum það vanalega þannig að María les fyrst tvær síður og svo les ég svona fimm en stundum fleiri ef við getum ekki hætt. Þetta er svo góð leið til að hafa það notalegt saman og til að virkja ímyndunaraflið sem er kannski ekki nógu mikið gert af í gegnum sjónvarp og tölvuleiki. Yfir sumum bókum getum við hlegið á sama stað en samt að sitthvorum hlutnum, það finnst mér vera góð barnabók ef það er hægt,“ segir Helga sem nú þegar er byrjuð á næstu bók. „Síðasta sumar leigðum við út íbúðina hér í bænum og komum okkur fyrir á Bíldudal þar sem við vorum við með menningarviðburði á Skrímslasetrinu og elduðum saman mat fyrir gesti og gangandi. Við keyrðum oft í bæinn og þá notuðum við tímann til að skrifa sög- ur í minnisbókina. Svo þegar Þröstur var að leikstýra Dýrunum í Hálsaskógi á Bíldudal í haust þá fórum við María með og ég byrjaði að skrifa næstu bók um Blæ. Hún gerist líka fyrir vestan þar sem fjölskyldan býr einmitt eftir að hafa leigt út íbúðina sína á Holtsgötu, og Blær er þá orðin 10 ára og þau búa einmitt líka í húsi í fjöruborðinu,“ segir Helga og hlær, „svo jú það eru einhver líkindi þarna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Sína fyrstu barnabók byggir Helga Helgadóttir á hugmyndum og sögum sem hún, dóttir hennar María og eiginmaðurinn Þröstur Leó Gunnarsson, hafa safnað saman í litlar minnisbækur. Það er svo söguhetjan Blær, 8 ára Vesturbæingur og dóttir tvíkynhneigðrar móður og pönkarapabba, sem tengir saman sögurnar í bókinni Dóttir Veðurguðs- ins. Helga segir einlægar sögur sem tali ekki niður til barna og sem foreldrar og börn geti skemmt sér saman yfir vera bestu barnabækurnar. Þröstur er líka alltaf að koma með allskonar hugmyndir, sumar eru alls ekki góðar en svo koma al- gjör gullkorn inn á milli. 38 viðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.