Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 40

Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 40
H æ, ég er að koma,“ kallar kona út um bílglugga á Laugaveginum þar sem ég stend og reyni að átta mig á því í hvaða húsi Sigríður Elva búi. Bíllinn stansar og út staulast fótbrotin kona á hækjum, biður mig að halda á þeim og hoppar aftur á bak á rassinum upp stigana upp á þriðju hæð. Hún er að koma af flugvell- inum þar sem hún situr dagana langa við flugvélavængjasmíð á meðan hún bíður eftir að fótbrotið grói. Hvernig í ósköpunum lenti hún þangað? „Vinur minn á litla listflugvél, sem honum fannst ekki nógu spræk svo hann er að smíða á hana nýja vængi og ég er að hjálpa honum við það. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugi, enda nánast alin upp í svona lítilli rellu. Pabbi var hobbíflugmaður og hann leyfði okkur snemma að taka í vélina, þótt það sé víst ekki vinsælt að segja frá því. Ég hef lengi ætlað mér að læra að fljúga, er búin með bóklega partinn af náminu, en til þess að geta klárað verklega hlutann þyrfti ég sennilega að byrja á því að ræna banka.“ Sigríði var á dögunum sagt upp á Stöð 2 svo hún segist sjá fram á það að hafa „allan tíma í heimi“ til að sinna áhugamálum sínum á næst- unni. Hvernig stóð á því að henni var sagt upp? „Það er bara þessi klassíski niðurskurður. Enn ein hópuppsögnin, ég man ekki einu sinni hvað þær eru orðnar margar þessi tíu ár sem ég hef unnið þarna. Ég mun samt vinna upp- sagnarfrestinn og hugsanlega taka ein- hver frílansverkefni eftir það, ég bara veit það ekki á þessu stigi. Það kemur í ljós.“ Eins og fjölvarp í höfðinu Sigríður var einn þátttakenda í þáttum Stöðvar 2 um ADHD-greinda einstak- linga á fullorðinsaldri og hún segist hafa fengið skilaboð frá fólki sem haldi að henni hafi verið sagt upp vegna greiningarinnar. „Ég held að sumir hafi haldið það í alvöru, eins og Stöð 2 hafi haft mig í þessum þáttum til að sýna þjóðinni ástæðu þess að ég var rekin. Það er nú alls ekki málið, en brottreksturinn kom á frekar óheppi- legum tíma upp á það að gera. Ég fékk fullt af kommentum frá fólki sem tjáði sig um það hversu illa gert væri að segja upp svona veikri manneskju. Það var mjög fyndið.“ ADHD-greininguna fékk Sigríður ekki fyrr en fyrir ári síðan og hefur síðan verið á lyfinu concerta, sem hún segir hjálpa heilmikið. En hvers vegna kom greiningin svona seint, datt engum ofvirkni í hug þegar hún var krakki? „Nei, mér gekk alltaf vel í skólanum, fékk góðar einkunnir og ég held að enginn hafi verið að pæla í þessu á þeim tíma, ég var bara uppreisnargjörn og óþekk. Mamma er reyndar sálfræði- menntuð og það var hún sem byrjaði að tala um að kannski væri ég ofvirk fyrir nokkrum árum. Í október í fyrra fór ég svo loksins í rannsókn og fékk þessa fínu greiningu – eða þannig. Ég var ekkert hrifin af því að fara á lyf en ég sé það að ég er skárri á þeim. Þau breyta manni samt ekki á þann hátt að ég fari skyndilega að verða einhver Martha Stewart, eldandi og þrífandi alla daga, en þau hjálpa manni að ein- beita sér að einu í einu.“ Upplifun ADHD-einstaklinga hefur verið líkt við að hafa fjölda sjónvarps- skjáa með mismunandi efni í gangi inni í höfðinu alla daga og Sigríður seg- ir það einmitt vera þannig. „Ég hef oft sagt að ég sé með fjölvarpið í hausnum og fjarstýringin sé föst á því að skipta á milli stöðva á nokkurra sekúndna fresti. Concertað stoppar það. Áður þurfti ég alltaf að vera með minnisbók við hendina og skrá niður allt sem mér datt í hug og þurfti að gera, annars bara gleymdi ég því og fór að hugsa um eitthvað allt annað. Þannig að lyfin eru búin að slökkva á fjölvarpinu og nú er ég bara með RÚV í hausnum. Ég saknaði ákveðinna hluta af þessu ástandi eftir að ég fór á lyfin, mér þykir til dæmis vænt um hvatvísina mína, en það mátti alveg slökkva á fjölvarpinu mín vegna.“ Frá Britney Spears í fjármála- fréttir Sigríður hefur unnið hjá 365 miðlum í tíu ár og komið víða við. „Ég byrjaði baksviðs, var skrifta, langaði að verða fréttapródúsent en náði aldrei alveg þangað var að skjóta og klippa fyrir Bítið um tíma, vann svo á Vísi, en ég var alveg gasalega feimin við að vera fyrir framan myndavélarnar og hafði engan áhuga á því. Ég var reyndar sett í bleiku fréttirnar á Vísi, sem mér fannst algjörlega skelfilegt og alls ekki nógu virðulegt, en ég lét mig nú engu að síður hafa það að skrifa fréttir af Britney Spears og vinkonum í nokkra mánuði. Var meira að segja undir lokin farin að hafa bara gaman af því að skrifa steiktar slúðurfréttir af fræga fólkinu, sökkti mér niður í Eurovision og varð um tíma rosalegur Eurovision- nörd, sem var kannski ekki mjög líkt mér. Loksins komst ég svo í „alvar- legri“ fréttir og þá varð eitt stykki hrun. Eftir að hafa talað endalaust við hagfræðinga og pólítíkusa í einhvern tíma varð ég bara pínulítið fegin þegar mér var boðið að fara yfir í Ísland í dag. Þegar maður er á kafi í fjármála- fréttum allan daginn, lesandi allt sem maður nær í sem tengist fjármálaerfið- leikum þá fær maður dálítið skekkta mynd af því hvernig ástandið er í raun og veru. Ég hélt að við myndum bara breytast í Argentínu og hér yrðu vopn- aðir verðir við allar búðir en ég komst að því þegar ég hætti í fréttunum að ástandið var ekki nærri eins slæmt og Alltaf verið svolítill gaur Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir vakti mikla athygli í þáttum Stöðvar 2 um fullorðna einstaklinga með ADHD. Ekki það að hún hafi verið óþekkt fyrir, en fáir vissu að hún væri með þessa greiningu. Stuttu eftir að þættirnir fóru í loftið var henni sagt upp starfi sínu hjá Stöð 2 og til að kóróna allt saman fótbrotnaði hún í eldhúsinu heima hjá sér nokkrum dögum seinna. Hún er þó voðalega lítið að stressa sig á þessu öllu saman, ver dögunum úti á Reykjavíkurflugvelli við að smíða vængi á flugvél og prjónar til að fækka sjónvarpsstöðvunum í höfðinu. ég hafði haldið. Út frá Íslandi í dag lá leiðin svo í fjölbreyttari dagskrárgerð og í því hef ég verið síðan.“ Langar í skriðdreka Einn af þeim þáttum sem Sigríður hefur séð um hjá Stöð 2 er bíla- og tryllitækjaþátturinn Á fullu gasi, hefur hún alltaf verið með bíladellu? „Alls ekki og var ekki með hana þegar ég var beðin að vera með þátt- inn, mér fannst alveg gaman að bílum sem keyrðu hratt, sérstaklega ef þeir voru fallegir, en það var ekkert sér- stakt áhugasvið. Ég var bara búin að vera heima í fæðingarorlofi í fjóra mán- uði og hefði með gleði farið að stjórna ruslabíl til að losna út af heimilinu, ég var bókstaflega að tryllast úr leiðind- um. Ég get ekki ímyndað mér að það sé til neitt leiðinlegra en fæðingarorlof. Ég er búin að vera með flugvéladellu síðan ég var pínulítil og með tíð og tíma þróaðist þátturinn út í það að vera meira um alls kyns flugtæki heldur en bíla, en ég náði samt að þróa með mér áhuga á bílum sem eru mjög stórir og geta keyrt yfir allt, vinnuvélar og svo- leiðis dót. Mig langar svolítið í skrið- dreka þegar ég verð stór. Verst hvað það yrði mikið vesen að leggja honum hérna í miðbænum.“ Spurð hvort hún hafi lært eitthvað í sambandi við sjónvarpsþáttagerð segir Sigríður fyrst nei, en man svo eftir að hún hafi tekið eina önn í Kvikmynda- skólanum í gamla daga. Það er reyndar ekki skrítið þótt hún muni ekki hvað hún hefur lært því að námsefnin hafa verið æði fjölbreytt í gegnum tíðina. „Ég hef reyndar ekki klárað neitt. Á held ég fjórar einingar eftir í stúdents- próf. Var eitt ár í Verzló og síðan í fjar- námi í öllum þeim skólum sem buðu upp á það á þeim tíma. Svo fluttum við til Sri Lanka í smá tíma þar sem Teitur, maðurinn minn, var að vinna á vegum friðargæsluliðsins þar og þá fékk ég dellu fyrir því, tók nokkra kúrsa hjá Sameinuðu þjóðunum sem bjóða upp á nám í friðargæslu. Í millitíðinni fór ég reyndar í nám í kerfisfræði, var svo mikill tölvunörd, en komst að því að það var ekki skemmtilegt nám. Eftir að Ég var ekk- ert hrifin af því að fara á lyf en ég sé það að ég er skárri á þeim. Þau breyta manni samt ekki á þann hátt að ég fari skyndi- lega að verða ein- hver Martha Stewart, eldandi og þrífandi alla daga, en þau hjálpa manni að einbeita sér að einu í einu. Framhald á næstu opnu „Ég held að sumir hafi haldið það í alvöru, eins og Stöð 2 hafi haft mig í þessum þáttum til að sýna þjóðinni ástæðu þess að ég var rekin.” Ljósmyndir/Hari 40 viðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.