Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 92

Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 92
92 bækur Helgin 4.-6. desember 2015  RitdómuR LitLaR byLtingaR ... Arnaldur aftur á toppinn Það var harður slagur um fyrsta sætið á Met- sölulista Eymundsson þessa vikuna en það endaði með því að Arnaldur Indriðason náði aftur fyrsta sætinu með bókina Þýska húsið. Yrsa Sigurðardóttir og Sogið er í öðru sæti. 1 Þýska húsið ArnAldur IndrIðAson 2 Sogið YrsA sIgurðArdóttIr 3 Stóri skjálfti Auður JónsdóttIr 4 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll BAldvIn BAldvInsson 5 Þín eigin goðsaga ÆvAr Þór BenedIktsson 6 Mamma klikk! gunnAr HelgAson 7 Endurkoman ólAfur JóHAnn ólAfsson 8 Amma óþekka og tröllin í fjöllunum J.k. kolsöe 9 Dagbók Kidda klaufa 7 Jeff kInneY 10 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón kAlmAn stefánsson metsöLuListi eymundsson  FjöRuveRðLaunin HaLLdóRa K. tHoRoddsen tiLneFnd É g sendi að sjálfsögðu bókina inn til þess að hún yrði tilnefnd,“ seg-ir Halldóra K. Thoroddsen hlæj-andi þegar hún er spurð hvort hún hafi átt von á því að nóvella hennar Tvöfalt gler yrði tilnefnd til Fjöruverð- launanna. Sagan birtist í þriðja árgangi tímaritrað- arinnar 1005 sem út kom í maí og er með öllu uppseldur. Halldóra segir þó öll bóka- söfn landsins eiga eintak og því sé hæg- ur vandi fyrir þá sem vilja lesa söguna að bregða sér þangað. „Á friðarhátíðinni fram- undan getur fólk farið á bókasafn í friði og ró og lesið bókina mína.“ Aðalpersóna sögunnar er rúmlega sjötug kona sem nýlega hefur misst mann sinn og er nú orðin ástfangin á ný. Í umsögn dóm- nefndarinnar sem tilnefndi bókina er til- vitnun í höfundinn þar sem kemur fram að bókin fjalli um ástir gamalmenna, en Hall- dóra er ekki alveg tilbúin að skrifa undir þá lýsingu. „Jú, jú, þetta er ástarsaga,“ segir hún. „En hún fjallar líka um allt mögulegt annað. Ég hefði alveg eins getað skrifað um lítið barn. Í okkar þjóðfélagi höfum við tvo hópa í einangrun; börn og gamalmenni. Hún er vissulega þetta gömul stelpan sem ég er að skrifa um en það er nú bara eitt stykki líf sem sagan fjallar um.“ Halldóra er þekktust sem ljóðskáld en hefur einnig gefið út örsögur og smásögur. Tvöfalt gler er lengsta útgefna verk hennar til þessa, kveikti það löngun til að skrifa stærri verk? „Hugmyndin kom til mín eins og aðrar ljóðahugmyndir en þessi kona komst ekki fyrir í ljóði og fékk því litla bók. Ég hef ekkert velt því fyrir mér að fara að skrifa stærri bækur, ég fæ bara hugmyndir og svo kemur í ljós hvað þær þurfa mikið pláss.“ Spurð hvort henni finnist að enn sé þörf á sérstökum bókmenntaverðlaunum fyrir konur kemur grallarinn upp í Halldóru og hún segir að það sé alltaf þörf fyrir verð- laun sem hún sé tilnefnd til. „Og, jú, ég held það sé þörf á því að vekja athygli á bókum kvenna því við erum nú ekkert alveg komnar út úr karlasamfélaginu og bókmenntaheimurinn er auðvitað karl- lægur, við vitum það. Við konurnar erum bara gestir þarna og erum eitthvað að ybba okkur. Við erum ekkert komnar þarna upp á dekk. Ég ætla hins vegar ekki fólki sem les bækur þá heimsku að setja það fyrir sig þótt höfundurinn sé með píku. Ég þekki engan sem hefur þá hugsun að leiðarljósi þegar hann velur sér lesefni.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Gestir sem ybba sig Á aðventuupplestri á Glúfrasteini á sunnudaginn, 6. desember, munu fjórir rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir les úr bók sinni Stúlka með höfuð sem er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur og Stúlku með maga, þar sem Þórunn notaði heimildir og skáldlega túlkun til að segja sögu móður sinnar og formæðra. Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabók sinni Tilfinningarök þar sem ljósi er varpað á líf fólks sem lesandinn telur sig ef til vill kannast við. Hallgrímur Helgason les upp úr Sjóveikur í München. Bókin lýsir örlagavetri í lífi Hallgríms, hans fyrsta utan föður- lands og móðurhúsa. Soffía Auður Birgisdóttir les upp úr Ég skapa þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbergs. Hallgrímur í kvennafans Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er ein af fimm bestu frumraunum ársins í Bret- landi að mati vefjarins Crime Fiction Lo- ver. Þá útnefndi dagblaðið Independent hana sem eina af átta bestu glæpasögum ársins sem lesendur blaðsins ættu að lesa nú um jólin. Snjóblinda var gefin út á ensku fyrr á þessu ári og náði efsta sætinu á met- sölulista Amazon Kindle í Bretlandi og Ástralíu. Viðtökurnar hafa verið framar vonum og ákvað breski útgefandinn að flýta útgáfu Náttblindu Ragnars og kom hún út í í síðustu viku á ensku. Fátítt er að tvær bækur sama höfundar komi út á sama árinu í Bretlandi. Snjóblinda meðal bestu frumrauna Litlar byltingar - draumar um betri daga er fyrsta skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir fullorðna en hún er löngu landsþekktur og dáður barnabókahöfundur. Kristín ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þessari sögu heldur sam- anstendur bókin af brotakenndum svipmyndum úr ævi fjölda kvenna á mismunandi tímum og er nokk- urs konar óður til hinnar íslensku konu og þolgæðis hennar. Rammi sögunnar er spjall aðalpersónunnar Glóu við mun yngri frænku sína, Höllu, þegar sú fyrrnefnda sér fram á að dögum hennar fari fækk- andi. Hennar kenning er sú að ævisaga einnar konu verði að innifela sögur þeirra kvenna sem gengu á undan og þannig verður form bókarinnar til. Hugmyndin er vissulega góð en gallinn er sá að þær konur sem við fáum að kynnast í Litlum bylt- ingum eru hver annarra klisjukenndari og sögur þeirra sömuleiðis. Hér er unga uppreisnarstúlkan af hippakynslóðinni sem gefur dauðann og djöful- inn í hefðbundið strögl á Íslandi og flyst til Kaup- mannahafnar þar sem hún drekkur rauðvín, reykir gras, elskar konur og klæðist litríkum fötum, sjó- mannsekkjan sem neitar að láta tíðarandann á fyrri hluta tuttugustu aldar kúga sig og berst fyrir að koma börnum sínum sjálf til manns, bóndakonan á litla býlinu þar sem fleiri börn deyja en þau sem komast á legg, unglingsstúlkan sem fellur fyrir fagurgala eldri manns og verður ófrísk, unga ráð- villta nútímakonan sem leitar á náðir jógaiðkunar og núvitundar til að þurfa ekki að horfast í augu við heiminn og svo framvegis og svo framvegis. Þær tvær konur sem áhugaverðustu sögurnar eiga, hin skyggna Finna og förukonan Torfa sem fór ein til Ameríku og kom til baka brotin kona, fá hins vegar lítið pláss fyrir sínar sögur og falla algjörlega í skugga hinna. Til að bæta gráu ofan á svart er texti bókarinnar óskaplega uppskrúfaður og tilgerðarlegur, einnig þar eru klisjurnar allsráðandi, og á köflum líður lesandanum eins og hann sé að lesa áróðursrit fyrir kvenfrelsi frá 1968. Það er mikið talað um skort á kvenlegri sýn á Íslandssöguna og krafan um að raddir kvenna fái að heyrast er hávær. Allt gott um það að segja en það þarf þá að segja þá sögu frá nýjum sjónarhóli, varpa ljósi á aðra þætti í sögum kvenna en þá sem margtuggðir hafa verið áður og helst af öllu að gera það á nýjan og ferskan hátt. Það tekst ekki hér, því miður. -fb Óður til hinnar íslensku konu  Litlar byltingar - draumar um betri daga Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning 2015 Hallgrímur Helgason verður umvafinn konum á aðventuupp- lestri á Gljúfrasteini. Kóngurinn hefur náð 1. sætinu á ný. Snjóblinda Ragnars Jónassonar gerir það gott í Bretlandi. Þessar bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlauna Fagurbókmenntir Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur Fræðibækur og rit almenns eðlis Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðs- dóttur Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur Barna- og unglingabókmenntir Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur og Þórarin M. Baldursson Ein þriggja bóka sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna 2016 er nóvella Halldóru K. Thoroddsen, Tvöfalt gler. Sagan fjallar um rúmlega sjötuga konu sem verður ástfangin, en Halldóra segist nú bara að vera að skrifa um eitt stykki líf, hún hefði alveg eins getað skrifað um lítið barn. Ég ætla hins vegar ekki fólki sem les bækur þá heimsku að setja það fyrir sig þótt höf- undurinn sé með píku.“ Konurnar níu sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna. Halldóra K. Thoroddsen er lengst til vinstri. 9.990 ÁTTABLAÐA- RÓSIN Áður 12.980 Áttablaðarósin er byggt á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Jóla verð 3 35x50cm JÓLASOKKUR Grýla eða Leppalúði Fallegur jólasokku sem hengja má í gluggann, á arini n eða bara á vegginn. Jól 2015 LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.