Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 98

Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 98
Gefðu íslenska tónlist í jólagjöf www.recordrecords.is Fáanlegar á CD og LP í öllum betri plötubúðum Of Monsters and Men Beneath The Skin Júníus Meyvant EP Agent Fresco Destrier Renndir leirmunir, handgerð skurðar- bretti, púðar, dúkar, veggspjöld, jólaskraut og margt fleira verður á meðal þess sem verður á boðstólum á jólamarkaði á Bus Hostel í Skógar- hlíð um helgina. Á markaðnum selja 13 hönnuðir og listafólk verk sín undir heitinu Ízlenska pop-up fjelagið. Opið verður milli klukkan 12-17 laugar- dag og sunnudag og piparkökur og heitt kaffi verður á staðnum til að ylja gestum. Þeir sem taka þátt eru: Bifurkolla, Ísa-fold design, Gluggagallery, Íris Ösp Heiðrúnardóttir, Aron Freyr Stefáns- son, Hanna Gréta keramik hönnuður, Basalt Reykjavík, Ratdesign/Ragn- heiður Tryggvadóttir, Valdór Bóasson, Gola & Glóra, Mixmix Reykjavík, Gunnars- börn og Bismagg.  FjáröFlunartónleikar leiklistarnemar saFna Fyrir menningarFerð með því að syngja á rosenberg Leiklistarnemar syngja lög með Eagles og Justin Bieber Leiklistarnemar á fyrsta ári í Listahá- skólanum efna til fjáröflunarjóla- tónleika á Café Rosenberg næst- komandi mánudags- kvöld. Í bekknum eru tíu framtíðarleikarar sem ætla að láta ljós sitt skína á þessum tónleikum með vinsælum jólalögum. Hákon Jóhannesson leiklistarnemi segir tónleikana vera lið í fjáröflun sem bekkurinn ætli að vera með á hverri önn, sem muni hjálpa þeim að fjármagna menningarferð til Berlínar í lok náms- ins. Hann segir laga- valið mjög fjölbreytt og ætlar meðal annars að bregða sér í skó Justin Bieber á þessum tónleikum. þ etta eru svona vetrarjólatónleikar ef svo má að orði komast,“ segir Hákon Jóhannesson leiklistarnemi um fjáröflunartónleika leik- listarnema á mánudagskvöldið næsta. „Á efnisskránni ætlum við að hafa hefðbundna tónlist í bland við jólalög. Bæði munum við koma fram sem hópur og einnig sem einstaklingar. Til- efnið af þessu er fjáröflun sem við ákváðum að ráð- ast í,“ segir hann. „Við ætlum að safna fyrir menn- ingarferð sem okkur langar að fara í þegar líður að lokum námsins. Þetta er bara fyrsta skrefið þar sem við erum bara nýbyrjuð í náminu. Við gátum varla hugsað okkur betri endi á fyrstu önninni en að halda tónleika fyrir fjölskyldur og vini og auð- vitað aðra sem vilja koma,“ segir Hákon. „Við vitum svo ekkert með hvaða hætti fjáröfl- unin verður á næstu önn, en hún verður haldin á hverri önn samt. Mér líst frábærlega á námið það sem af er,“ segir hann. „Þetta er mjög krefjandi og skemmtilegt og maður þarf að gefa mikið af sér til þess að uppskera. Andinn í bekknum er mjög góður og hjálpar okkur öllum að komast áfram í þessu öllu saman. Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart í svona námi en maður var líka við- búinn því í upphafi að þetta yrði stórt skref að stíga. Svo maður var viðbúinn hinu óvænta,“ segir hann. „Við erum heldur betur að stíga út fyrir þæg- indarammann á þessum tónleikum þar sem við erum bara nýbyrjuð að læra að syngja í skólanum. Langflest okkar hafa aldrei sungið neitt að ráði áður,“ segir Hákon. „Svo þetta er stórt skref fyrir marga að stíga upp á svið og syngja fyrir vonandi fullum sal. Þetta er stökk í djúpu laugina og það er akkúrat það sem við viljum gera. Ég persónulega ætla að syngja jólablúsinn Please Come Home For Christmas sem Eagles gerðu á sínum tíma. Svo ætla ég að taka einn góðan dúett með Árna Beinteini bekkjarfélaga mínum sem er Little Drummer Boy í útgáfu Justin Bieber. Þetta hefst kl 21.00 á mánudaginn og það kostar 1.000 krónur fyrir nema og 2.000 krónur fyrir óbreytta borgara, og það er enginn posi á staðnum,“ segir Hákon Jó- hannesson leiklistarnemi. Aðrir bekkjarfélagar og þar með leikarar fram- tíðarinnar eru þau Aron Már Ólafsson, Árni Bein- teinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet Skagfjörð, Eygló Hilmarsdóttir, Hlynur Þorsteins- son, Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þor- finnsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Fyrsta árs nemar leiklistarbrautar Listaháskólans halda fjáröflunartónleika á Rosenberg á mánudagskvöld. Ljósmynd/Hari Hönnuðir og listafólk á jólamarkaði 98 menning Helgin 4.-6. desember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.