Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 11
L j ó ð e r u a l l t a f í u p p r e i s n
TMM 2006 · 2 11
skrýtinn. Uppreisn er alltaf ný. Það verður til dæmis að gera uppreisn
gegn staðnaðri uppreisn. Svo getur hún líka orðið háskaleg þegar hún
skyggir á verk uppreisnarmannsins, eins og mér finnst hafa gerst með
Dag. Núna lesa alltof fáir ljóðin hans heldur fara menn undir eins að
segja sögur af honum! Sama er með Jökul Jakobsson, menn segja sögur
af honum í stað þess að lesa hann og leika hann, og að breyttu breytanda
á þetta líka að sumu leyti við um Thor Vilhjálmsson. Menn hafa til-
hneigingu til að horfa bara á persónuna og vitanlega er það eðlilegt að
því leyti að hann er einstaklega athyglisverður, magnaður og skemmti-
legur persónuleiki, en menn mega ekki sleppa því að lesa verkin. Þau
eiga eftir að lifa lengur en flest sem skrifað var á öldinni, ég er sann-
færður um það.
Mér finnst mótun og þróunarferli alltaf forvitnilegt, hvernig einhver
er á leiðinni að verða eitthvað sem hann er ekki ennþá orðinn (sbr.
hvernig Edith Gassion varð að Edith Piaf) – semsagt hvernig einhver
unglingur sem var ekki ennþá orðinn Sigurður Pálsson var á leiðinni að
verða nákvæmlega þessi ákveðni SP…“
Tilraun til greinargerðar fyrir
hugljómuðum augnablikum
„Í raun er þess konar ferli sem ég er að tala um nær því að vera sköp-
unarsaga heldur en þroskasaga, sem er svona meira þróun á einhverju
sem er þegar til. Auðvitað er enginn skýr skilsmunur á þessu.“ Eftir
stutta umhugsun heldur hann áfram:
„Ég hef margoft talað um áhrif sem ég hef orðið fyrir frá myndlist og
tónlist, sem eru ekki síðri en af bókmenntum. Frá þessum árum er mjög
eftirminnilegt þegar ég sat yfir sýningu á málverkum Snorra Arin-
bjarnar í kjallara nýs kennsluhúss MR sem var kallað Casa Nova. Var oft
einn þarna tímunum saman og tók fyrir verk eftir verk, settist fyrir
framan málverkið og starði á það. Einbeitti mér að þeim, rann algjörlega
saman við þau, skynjaði liti, línur, byggingu og loks eitthvert heildarafl.
Ákaflega sterk upplifun og einstök tilfinning.
Uppgötvaði fyrirbærið kúbisma á svipaðan hátt nema í gegnum
bækur og miklu fremur vitrænt en tilfinningalega enda er kúbisminn
fremur vitræn myndlist. Í framhaldinu kom Picasso og síðan súrreal-
istarnir Magritte og Dalí að ógleymdum Van Gogh og breiðfylkingu
impressjónistanna.
Á Mokka fékk ég á tímabili endalausa fyrirlestra hjá Þórði Ben Sveins-