Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 14
S i g u r ð u r Pá l s s o n
14 TMM 2006 · 2
ljóðinu, skáldalífinu, spennunni, en leggja ekkert fram, koma ekki með
neitt í partíið.
Frægðartal og metorðagirnd þoli ég illa, metnaður hins vegar er eitt-
hvað sem ég skil vel. Samkeppni líka. Við hvern? Einvörðungu sjálfan
sig. Hef aldrei skilið samkeppni í listum eða hugverkagerð yfirleitt, aldr-
ei. Hins vegar skil ég vel að maður keppi við sjálfan sig, þar er eitthvað
að vinna. Eitthvað sem maður getur gert í málunum, aktíft.“
En þegar þú – sextán-sautján ára gamall – varst búinn að sjá að ljóða-
gerð lá fyrir þér, hvað þótti þér um það? Var þetta árennilegt hlutskipti?
„Já og nei. Mér þótti dálítið fyndið að það skyldi rætast sem ég var
alveg klár á alla mína bernsku, að ég yrði rithöfundur. Þegar ég var
spurður fimm ára gamall hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór var
svarið svo augljóst að ég hugsaði mig ekki einu sinni um. Ég ætlaði að
verða gull- og silfursmiður, listmálari og rithöfundur. Þetta var pró-
grammið, örlög mín í lífinu. Ég sá enga meinbugi á að vera þetta allt í
einu. Og ekki veit ég hvaðan í ósköpunum gull- og silfursmiðurinn
kom. Málaralistin var augljósari því Jón Þorleifsson listmálari var föð-
urbróðir minn og hinum megin var Þórarinn B. Þorláksson afabróðir
minn. Af nærtækum fyrirmyndum í ritlist má nefna að Þórbergur
Þórðarson var þremenningur við pabba og hinum megin Helgi Hálf-
danarson, þó ég vissi ekki mikið af honum þá; þau mamma voru þre-
menningar.
Fyrsta reynslan af því að birta opinberlega var mikilvæg. „Ævisaga“ og
nokkur önnur ljóð komu í Birtingi. Áður hafði Einar Bragi fagnað
Menntaskólaljóðum sem komu út 1966 og farið fögrum orðum um
„Ævisögu“ í Birtingi. Það var fyrsta opinbera umsögnin um mín verk.
Einar Bragi og Thor bera mikla ábyrgð á því að ég gekk þennan skriftaveg
með því að „uppgötva“ mig og fara fram á birtingu á þessum ljóðum.
Þetta varð mér mikilvæg reynsla. Alls konar fólk sem hafði lesið þetta
minntist á það, fannst eitthvað vera að gerast. Fyrsta kvöldið mitt á
erlendri grundu hitti ég á skemmtun á Norska Garðinum á Cité Uni-
versitaire í París Sigurð Hafstað og Andra Ísaksson. Þeir þökkuðu mér
mikillega fyrir ljóðin í Birtingi, nafni minn sannfærandi með hógværð
sinni, Andri með röddinni. Það eru svona athugasemdir sem er ljóst að
fólk meinar sem valda því að maður gefst ekki upp í einhverju sem er a
priori alveg vonlaust: að skrifa lífið.
Alltof oft verða menn vandræðalegir þegar talið berst að hvatningu,
bæði að gefa og þiggja. Tala niðrandi um hið lífsnauðsynlega, að láta í
ljósi hrifningu sína, segja hug sinn. Og vera maður til að taka hóli