Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 15
L j ó ð e r u a l l t a f í u p p r e i s n
TMM 2006 · 2 15
opnum huga, án yfirlætis, án hroka heldur með heiðarlegu stolti. Hroki
er hin viðurstyggilega andstæða stoltsins.“
Voilà!
Fyrsta bókin þín, Ljóð vega salt, kom út 1975 hjá Heimskringlu/Máli og
menningu. Hvernig bragð er af henni núna?
„Ég þekki þessa bók afar vel, og þekkti hana svo vel þegar hún kom út
að það var nærri því óþægilegt. Ég hélt að hún ætlaði aldrei að koma út.
Ég skilaði henni til Sigfúsar Daðasonar útgáfustjóra Máls og menningar
þegar ég var 25 ára en hún beið útgáfu um það bil tvö ár og mér leið eins
og ég væri með samvaxinn tvíbura utan á mér allan þann tíma. Ég var
líka orðinn rígfullorðinn þegar hún loksins kom, þremur vikum fyrir 27
ára afmælið og hafði reynt að vera skáld í áratug.“
Á áðurnefndu ritþingi sagði Sigurður frá því að honum hefði skilist á
Sigfúsi, þegar hann skilaði handritinu – gegnum þykkan reykinn frá
frönsku Gauloises-sígarettunum sem Sigfús reykti – að „ef það tæki því
á annað borð að gefa út bók þá skipti engu máli hvort hún kæmi út í ár
eða næsta ár eða þarnæsta.“ En um þetta verða skáld og útgefendur seint
sammála.
„Ég fæddist líka á vissan hátt við að verða, 19 ára gamall, vitni að þeim heimssögu-
legu atburðum sem gerðust vorið ’68. Ég var í frönskutímum í gömlu aðalbygging-
unni í Sorbonne og var staddur þar af tilviljun 3. maí ’68 þegar stúdentar stormuðu
inn með Daníel Cohn-Bendit í broddi fylkingar og hlýddi á hann tala í stóra fyrir-
lestrasalnum. Hann er einhver glæsilegasti ræðumaður sem ég hef nokkru sinni
hlustað á.“ (SP í viðtali í DV 14.12. 1998)
„Ekki það, ég hafði nóg að gera,“ segir Sigurður. „Ég fór til náms í
París eftir stúdentspróf og námið var stíft. Ég ætlaði mér ekki að vera
eins og gömlu Hafnarstúdentarnir og fara próflaus heim, ég ætlaði að ná
prófum og það kostaði mikla vinnu að læra og taka próf á jafnerfiðu
máli og frönsku. Ég varð smám saman góður í að lesa, verri í að skrifa
og verstur í að tala. En Frakkland er rómanskt þjóðfélag og talar mikið
og maður er álitinn fáviti ef maður talar ekki vel og fagurlega.
Það var algjörlega viljandi að ég tók ekki bókmenntir sem aðalfag
heldur leikhúsfræði. Mér fannst óþægilegt að vera að skrifa og hafa bók-
menntir sem aðalfag. Það var kannski ein dillan enn, en síðar hefur mér
fundist leikhúsfræðin gott val. Í leikhúsfræði ertu á svo rosalega fínum
vegamótum því þar mætast mannkynssagan, alveg frá gömlu Grikkj-