Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 17
L j ó ð e r u a l l t a f í u p p r e i s n
TMM 2006 · 2 17
þau bæði óréttlát og heimskuleg. Ég reyndist vera með æstan hóp af líf-
vörðum í kringum mig.
Maður er svo óvarinn, sérstaklega með ljóð – ljóð er svo varnarlaus
texti, líka ljóð sem eru ekki persónuleg með beinum hætti. En styrkur
ljóða er ekki síst dularfull tengsl þeirra við einhvern heilagleik, ekki í
trúarlegri heldur magískri merkingu. Þetta er í gangi enn þann dag í
dag. Það er einhver magnaður kraftur í alvöru ljóðum, eins og menn
búist alltaf við að þau geti sprungið (sem þau geta auðvitað ef ekki hefur
„vöknað í púðrinu“.)
Þess vegna vilja menn drepa það. Þess vegna er slagorðið: Ljóðið er
dautt! kannski umfram allt óskhyggja. Ljóð eru alltaf í einhverri
ótrúlegri uppreisn, gegn öllu – á sinn gjörsamlega vopnlausa og
varnarlausa hátt. Uppreisn sem er kannski ekki einhver stöðluð félagsleg
uppreisn en uppreisn samt – aldrei alveg fyrirsjáanleg, ekkert endilega
„reið“ á einhvern venjulegan hátt. Uppreisn til dæmis gegn hinni
almennu venjunotkun tungumálsins, gegn hinum eitruðu klisjum, gegn
ónæmisþykkninu, gegn hjarðhyggjunni, gegn öllu sem afneitar því að
manneskjan eigi sér innra líf. Og þannig mætti áfram telja.
Allir eru viðkvæmir fyrir ljóðum vegna þess að allir hafa ort og það
tengist yfirleitt viðkvæmum augnablikum sem menn vilja helst gleyma
eða að minnsta kosti ekki tala um; unglingabólustundum, sorg, sökn-
uði, missi o.s.frv. Þess vegna er allt þetta hafarí þegar einhver minnist á
alvöru ljóð, menn vilja þetta helvíti út af borðinu; það tengist svo vand-
ræðalegum hlutum hjá hverjum og einum.
Þar með er ég alls ekki að segja að sé mikið varið í allt sem skrifað er
af ljóðum, guð minn góður, því miður er það ekki svo. En það er ekkert
nýtt, það hafa alltaf verið ort reiðinnar býsn af þvælu, við njótum þess
hins vegar að tíminn hefur vinsað úr því sem ort var í fortíðinni. Það er
ákaflega mikið af stöðnuðum og afleitum hlutum í umferð; kannski
halda menn að það sé svo auðvelt að yrkja af því það þarf ekki lengur að
ríma og stuðla.
En þó að formið breytist verða menn að hafa tilfinningu fyrir formi
og auk þess máltilfinningu og hugsanatilfinningu, myndtilfinningu,
rytmatilfinningu. Stundum veit maður ekki hvað er að gerast. Og
útgáfulega er þetta alger bílakirkjugarður. Þegar forlög gefa út ljóðabæk-
ur er handritið þó lesið yfir, en sjálfsútgáfur eru risky bisniss. Svo skil ég
aldrei hvers vegna ljóðabækur þurfa að vera í sér hólfi í bókabúðum. Af
hverju eru þær á sérstöku ljóðabókaborði en ekki með öðrum nýjum
bókum? Allt eru þetta bækur með ákveðið innihald, form og jafnvel
erindi.“