Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 21
L j ó ð e r u a l l t a f í u p p r e i s n
TMM 2006 · 2 21
„Ég hef sjálfur aldrei reynt að vera fyndinn. Ég hef svosem heldur ekki forðast það
skipulega. Ekki nógu skipulega að minnsta kosti. Ég hef alltaf reynt að vera sá sem
ég er: draumkenndur raunsæismaður eða kannski frekar rómantískur realisti.“
(SP í viðtali við Morgunblaðið 20.10. 1990)
Kynningartrixin okkar voru bara tvö og ég er stoltur af þeim báðum:
Annars vegar að muna eftir gamla fólkinu og hins vegar að muna eftir
börnunum. Um þetta leyti var talað mikið um það í fjölmiðlum hve illa
væri komið fram við gamla fólkið svo við auglýstum ókeypis inn fyrir
ellilífeyrisþega. Margir notfærðu sér það. Svo auglýstum við barnagæslu
á staðnum sem var fáheyrt í þá daga! Og þetta voru einu auglýsingarnar
okkar. Við réðum allan fóstruskólann til að passa börnin, fjörutíu fóstru-
nema, og veitti ekki af. Þær fengu kjallarann undir fordyrinu fyrir sig og
börnin og það var fullt af börnum. Því segi ég það: það voru að minnsta
kosti fjórtán hundruð manns í húsinu. Í salnum voru ellefu hundruð
manns, setið í öllum sætum og eftir öllum göngum, og fóstrurnar voru
algerlega udmatted eftir törnina, því þær voru með tíu–tólf grislinga
hver! Einhverjum okkar fannst ofrausn að ráða svona margar fóstrur –
því þótt þær fengju ekki há laun varð upphæðin talsverð þegar þær voru
orðnar svona margar, en ekki veitti af fjöldanum. Ef það hefði verið
einni færra hefðu orðið stórfelld vandræði! Þær hefðu misst krakkana
út á götu.
Eftir á að hyggja finnst mér það langmikilvægasta við uppákomu
Listaskáldanna í Háskólabíói vera eftirfarandi: þessi atburður vakti gríð-
arlegan áhuga ungs fólks sem var að íhuga að fara út á þessa braut, þetta
framtak var köllunarhvetjandi. Löngu síðar hafa nokkrir vinir mínir sagt
mér: Já, við vorum í salnum, þessi atburður var mikilvæg sönnun þess að
skriftir væru einhvers virði. Einar Kárason var þarna, rúmlega tvítugur,
Einar Már sömuleiðis, Sjón líka, hann var fjórtán ára. Þannig mætti
áfram telja. Þessi rokkstjörnukonsert bókmenntanna var hugljómandi
fyrir þetta unga fólk sem var að máta sig við möguleikana í lífinu.
Sjónvarpinu bauðst að taka viðburðinn upp; það hafði ekki áhuga.
Útvarpið kom á staðinn, sú upptaka er horfin. Eftir er bara sagan og
minningin um þessa einstæðu samkomu.“
Stafavillur og upphrópunarmerki
Næsta bókin þín er Ljóð vega menn, seinni bókin sem þú gefur út hjá Máli
og menningu. Hún kom út 1980. Þá var Sigfús Daðason ekki lengur hjá
forlaginu en frændi þinn Þorleifur Hauksson orðinn útgáfustjóri (þeir