Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 22
S i g u r ð u r Pá l s s o n
22 TMM 2006 · 2
Sigurður og Þorleifur eru bræðrasynir). Eftir þá bók skiptirðu um forlag
– er saga að segja frá því?
„Já, það liðu fimm ár milli fyrstu tveggja enda hafði ég í nógu að
snúast. Þegar hún var í framleiðslu var ég kominn til Parísar aftur, eftir
að hafa verið heima 1974–7 að kenna við Leiklistarskólann. Þá skrifaði
ég fyrstu leikritin mín, Undir suðvesturhimni og Hlaupvídd sex, fyrir
Nemendaleikhúsið, og í Ljóð vega menn eru ljóðaflokkar úr þeim leik-
ritum báðum. Ég er mikill aðdáandi Nemendaleikhússins. Ég kenndi
við Leiklistarskólann þegar það var hannað, sú hönnun var fín, góð
verkfræði, og það hefur virkað vel. Galdurinn er hvað það er frjálst og
hvað innstillingin er highly professional þó að reynslu og kannski ein-
hverja færni vanti.
1977–82 var ég í framhaldsnámi í leikhúsfræðum og lauk bæði mast-
ersgráðu og D.E.A. sem er fyrri hluti doktorsgráðu í sömu fræðum. Ég
endaði semsagt með því að fara miklu lengra í formlegu námi en ég
hafði hugsað mér, ég sé alls ekkert eftir því en það tók fjári mikinn tíma.
Þá kláraði ég líka kvikmyndaskóla í París, Conservatoire libre du cinéma
français, sem var sjálfstæð stofnun og óháð Sorbonne.“
Þess má geta hér innan hornklofa að í téðum kvikmyndaskóla voru
þau aftur skólasystkin, Sigurður og Kristín Jóhannesdóttir, kvik-
myndaleikstjóri. Þau eru jafngömul og höfðu áður verið í MR á sama
tíma – Sigurður þó á undan henni – en ekki gefið sig mikið hvort að öðru
þá. Þau urðu vinir og elskendur í París og síðan hafa þau verið saman.
„Ég fékk sent til Parísar prentað innvolsið úr þessari nýju ljóðabók,“
segir Sigurður, „kápulaust að vísu, og var fljótur að sjá að það hafði verið
prentað eftir óleiðréttri próförk. Textinn var morandi í villum. Og eins
og það væri ekki nóg þá var hann allur útataður í upphrópunarmerkjum
– eins og það væri verið að gera grín. En þau höfðu ekkert með grín að
gera heldur voru þetta einhver tæknileg mistök. Þetta virkaði alveg
svakalega á mig. Þá voru fá samskiptatæki önnur í boði en express-bréf,
sem ég sendi í hvelli og upplaginu var hent. Það fór í öskuna. Ég á eitt
eintak af þessu slysi, það sem ég fékk sent til Parísar. Ég er að hugsa um
að selja það á eBay við tækifæri. Það hlýtur að vera eftirspurn eftir bók
sem er bara til í einu eintaki!
Svo var prentað nýtt upplag, vandlega yfirlesið og allt í góðu lagi með
það, en þá kviknaði í prentsmiðjunni og það upplag brann! Því segi ég:
fyrsta upplag fór í öskuna, annað í eldinn. Það sem komst í dreifingu var
þriðja prentun, en hún var í stóru upplagi, eins og þessar bækur voru hjá
Máli og menningu í þá daga. Það var eitt af prinsippunum í útgáfunni
frá tímum Sigfúsar, að ef það borgaði sig að prenta bók þá ætti hún að