Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 24
S i g u r ð u r Pá l s s o n
24 TMM 2006 · 2
„Já og nei. Það heitir á frönsku „Normandí-svar“. Frændur okkar
Normannar eru frægir fyrir að svara svona, já og nei!
Nei, það er engin breyting að því leyti að ég finn að það er sami mað-
urinn sem yrkir þær allar. Já, mjög sterklega, að því leyti að í hverri ein-
stakri bók og í hverjum einstökum undirkafla – sem sumir áttu að verða
heil bók, þannig að það sem við sjáum á prenti er bara ísjakatoppur – er
eitthvert áform, ásetningur, kannski ekki alltaf meðvitaður framan af,
um ákveðinn strúktúr og ákveðið ferðalag. Þetta eru tólf ferðir og sjö til
átta styttri ferðir – udflugt – í hverri. En vegakerfið er auðvitað lagt af
sama einstaklingnum.“
Hvernig var þeim tekið svona yfirleitt? Stendur einhver upp úr vegna
þess að henni hafi verið tekið sérstaklega vel eða sérstaklega illa?
„Nei, ég man ekkert sérstaklega eftir því. Ég var snemma sæmilega
bólusettur gagnvart krítík og kom mér upp ákveðinni aðferð til að láta
hana ekki afvegaleiða mig – þótt hún geti alltaf átt það til að trufla. Ég
er ekki frá því að á ferli sérhvers höfundar komi tímabil þegar það fer í
taugarnar á fólki að hann skuli ekki gefast upp og hætta þessu. Það
skynjaði ég á vissan hátt um tíma, það var skrýtin tilfinning. Þá fer
maður bara að speglinum á morgnana og biður til guðs að maður sé
ekki orðinn paranojd eða eitthvað. Svo gengur þetta yfir.“
„Ég þekki ekkert annað íslenskt ljóðskáld sem hefur með – mér liggur við að segja
– lygilegri seiglu – og ég sagði það – stefnt að því að gera höfundarverk sitt að
einum heimi, að einum samhangandi heimi fullum af lífi og merkingu og undirsettan
sömu lögmálum og aðrir heimar, þróun í tíma og rúmi, fæðingu, vexti og dauða.“
(Þröstur Helgason, Morgunblaðið 2.12. 1997)
Ljóðabókunum var tekið betur en leikritunum, var það ekki?
„Ekki er það nú alveg svo, viðbrögðin hafa að vísu verið sveiflukennd-
ari. Hlaupvídd sex hefur verið leikið oftast, það hefur verið sett upp
einum fimm eða sex sinnum, sem er sjaldgæft með íslensk samtíma-
leikrit. Eitt sérkennilegasta verkið er það fyrsta, Undir suðvesturhimni.
Ég er á margan hátt mjög sáttur við það. Samt er ég á vissan hátt ánægð-
astur með Miðjarðarför, það er galopið í byggingu en helst samt saman,
ég veit hreinlega ekki hvernig; ekki alveg að minnsta kosti. Þar er í gangi
einhver magík sem mér tekst hvorki alveg að analýsera né heldur
endurtaka þó ég feginn vildi. Þau léku það í Nemendaleikhúsinu 1983
og sprungu þar út, Edda Heiðrún, Kristján Franklín, Helgi Björns og sá
hópur allur. Annars koma vangaveltur um formið beint eða óbeint fram
í öllum leikritunum. Hótel Þingvellir var til dæmis tilraun til að gera eins