Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 25
L j ó ð e r u a l l t a f í u p p r e i s n
TMM 2006 · 2 25
og gömlu meistararnir, þjappa atburðarásinni á tuttugu og fjóra tíma.
Leikarar hafa alltaf komið vel út úr verkum mínum, og það bendir til
þess að eitthvað sé í þeim. Annað sem gleður mig er að þau virðast halda
skírskotunarkrafti sínum. Suðvesturhiminn (frá 1976) er kannski núna
loksins orðið samtímaverk, Völundarhús (1996) hafði furðulegt forspár-
gildi o.s.frv. Annars held ég að það kosti annað viðtal að fara oní leik-
ritin af einhverju viti.“
Leikrit eru jafnan talin standa ljóðlistinni nær en sögur.
„Já, ég er á margan hátt sammála því. Það er innangengt finnst mér
milli þeirra íbúða í húsinu.“
Bæði form eru knöpp og undirtextinn verður að vera ríkur af því
yfirborðið er svo lítið. Ekki eins og skáldsagan sem getur endalaust teygt
úr sér með veðurlýsingum og sagði hann og sagði hún …
„Já, það virkar stundum á mann eins og takkinn sem stendur á
„delete“ hafi ekki virkað! Allt er þetta verkfræði, auðvitað, en skáldsag-
an er gjörsamlega ný innstilling miðað við leikrit og ljóð. Í rauninni er
þetta eins og að vera þrír menn, en að ýmsu leyti er betra að vera þrír
menn en tveir. Það getur leitt til geðklofa að vera tvískiptur en hollara
að vera þrískiptur.“
Var það þess vegna sem þú fórst að skrifa skáldsögur – þig langaði til
að finna „þriðja manninn“ í þér?
„Já, en við megum ekki gleyma því að ég skrifaði afar mikið í bernsku,
frá fimm ára til tólf ára, og allt nema ljóð! Aðallega sögur en leikrit skrif-
aði ég líka og gífurlega mikið magn af skrásetningarefni, dagbókum,
ærbókum, veðrabókum, heyskaparannálum… Þannig að ég kannast við
skrásetningaráráttu Þórbergs frænda míns. Hann var auðvitað ástríðu-
fullur skrásetjari með innstillingu vísindamanns.
Stundum er svo sláandi það sem fólk segir við mann – en ef maður
spyr það seinna hvað það hafi átt við, þá er það búið að gleyma öllu
saman. Ég trúði Régis Boyer fyrir því einu sinni þegar við sátum saman
á veitingastaðnum Balzar við hliðina á Sorbonne í París, að ég væri að
skrifa prósa, skáldsagnakyns. Þá sagði hann með þessu furðulega
sjálfsöryggi „grand Professeur de la Sorbonne“ að það kæmi honum
ekki á óvart – „þú hefur skaplyndi skáldsagnahöfundar,“ sagði hann,
„tempérament de romancier“. Þessi orð ollu mér heilabrotum lengi, hvað
átti hann eiginlega við? En ég grillti allt í einu í grænt ljós. Orð Boyer
urðu mér hvatning. Af hverju átti ég að vera að skrifa eitthvað hjá mér
sem aldrei liti dagsins ljós og enginn vissi af? Og alveg sérstaklega fyrst
ég hafði nú „skaplyndi skáldsagnahöfundar“! Um tíma var ég að hugsa
um að skrifa skáldsögur og segja engum frá þeim heldur láta þær finnast