Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 31
L j ó ð a l j ó ð i n
TMM 2006 · 2 31
reynt fyrsta maí: Ljóð námu völd!). Orðið „ljóð“ stendur alltaf fremst,
ýmist sem frumlag eða fremst í röð þriggja nafnorða: orðið í miðjunni er
iðulega skurðpunktur, oft nokkurs konar birtingarmynd eða horf ljóðs-
ins hverju sinni en getur stundum framan af starfað sem sagnorð líka en
þriðja orðið er alltaf nafnorð – annaðhvort andlag fyrra nafnorðsins –
ljóðsins – eða sjálft frumlagið, til dæmis sá farkostur sem ljóðið tekur sér
fari með, skip eða vagn… Ekki þarf að hafa mörg orð um gildi tölunnar
tólf, megintala mannlegs talnaskyns, sjálf tylftin: tala stjörnumerkjanna
og mánaðanna, postulanna og yfirhöfuð manna sem fara um í flokkum,
berserkja og annarra: sjálfur víkur Sigurður að tölunni í síðasta ljóði síð-
ustu bókarinnar, „Þrisvar fjórir“:
Endanleg tala
á óendanlegum vegi
Prenta inn í veruna
margfeldið af rými og tíma
(Ljóðtímavagn 77)
Í fyrrgreindum pistli á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins ræðir Sig-
urður skáldskap sinn, en einkum hugmyndir sínar um tungumálið og
skáldskapinn. Þar segir hann meðal annars:
En það má ekki gleyma því að skáldskaparritun er þrátt fyrir allt sköpunarstarf,
þar sem einstaklingur miðlar tilfinningu, mótar persónulega veraldarskynjun í
hráefni sem er allra eign, tungumálið. Í skáldskap er stefnt saman í brennipunkt
hinu almenna og hinu einstaka, samfélagi og einstaklingi. Ég held að allar mik-
ilvægar bókmenntir séu einmitt kraftmikil átök þessara tveggja póla. Þetta er
sköpun, skapandi sýn einstaklings, sköpunarstarf. Sköpunarstarf, af hverju er
það mikilvægt?
Vegna þess að sköpunarstarf ber mennskunni vitni og þeim eiginleikum
mannsins að skapa sér örlög, skapa heiminn. Að skapa skáldverk er eins og að
nema land, setja nýjum heimi lög og reglur, skáldskapurinn er landnám.4
Í landnámi sínu hefur skáldið gengið skipulega til verks og látið hendur
standa fram úr ermum. Hann kemur að ónumdu landi, hvítri örk, óortu
rými. Hann hefst handa með því að afmarka rýmið eins og málari myndi
gera á auðan striga – eða hver sá þarf að gera sem hyggst koma á fót sam-
félagi í ónumdu landi og flytja fram og til baka upplýsingar og vistir:
hann leggur vegi, kemur skipan á umferðina, kemur sér upp umferðar-
reglum, gott ef hann saltar ekki vegina ef honum skyldi verða hált á svell-
inu, enda hættulegir eins og minnt er á í titlunum þar sem glampar
ískyggilega á stálið í tvíræðni orðsins „vega“ – ljóð vega. Þriðja merkingin