Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 33
L j ó ð a l j ó ð i n
TMM 2006 · 2 33
Kannski eru það frönsku áhrifin, einhver sönglandi mælska og seið-
andi endurtekningar á stefjum sem Jón Óskar og Sigfús Daðason voru
gefnir fyrir og Sigurður beitir óspart – einhver franskur mjúkur djass
með djangóísku andríki að hætti Jacques Prévert sem gæðir ljóðin
mennskri hlýju en líka óútreiknanlegri og síkvikri nánd. Frægast slíkra
ljóða er snilldarverkið „Skildi ekkert eftir nema…“ úr bókinni Ljóð
námu menn – þar sem Sigurður yrkir svo seiðandi ádeiluljóð á sjálfs-
morð og áróðursljóð fyrir lífinu að ljóðið ætti að hanga uppi í öllum
þunglyndisstofnunum landsins.
Fagurfræðileg afstaða til merkingar – andstæð „opna ljóðinu“ og
sósíalrealistunum og nýraunsæisskáldunum – gæti líka tengt Sigurð við
byltingarskáld eftirstríðsáranna, sú hugmynd sem skyndilega fýkur
framan í okkur í öllu rokinu sem ríkir í ljóðaflokknum „Miðbærinn í
Reykjavíkurborg“ í bókinni Ljóð námu land að ljóðskáldið sé „krabba-
meinslæknir/ tungumálsins.“ Þetta er rótgróið vantraust á smáskammta-
lækningum og rórilli ríms og stuðla; vanahugsun og hversdagsmerk-
ingu; en um leið trú á því að til sé dýpri merking sem hreinsi, skeri burt
mein margtuggunnar, lækni og frelsi hugann. Málfarið er formfast og
auðugt og til þess fallið að vinna tiltrú lesandans, og hefur á sér klassískt
yfirbragð en er samt umfram allt róttækt og sígruflandi og afar tjáning-
arríkt: þessi afstaða til merkingarinnar minnir mig á atómskáldin: ekk-
ert er gefins, talaðu ekki tuggum, sjáðu heiminn alnýjum augum eða
þegiðu ella. Logandi ferskleiki skynjunarinnar einkennir bæði ljóð Sig-
urðar og ljóð atómskáldanna – frumherjabragur: já landnám.
Loks má nefna mælsku Sigurðar, sem minnir óneitanlega stundum á
Sigfús Daðason – og raunar ekki lítið í upphafsljóði flokksins „Á hring-
vegi ljóðsins“ í bókinni Ljóð vega menn, og mætti kenna við prúðbúnar
formælingar.
Sigurður er á hinn bóginn vissulega barn sinnar kynslóðar og dregur
í mörgu dám af því – í skáldskap hans eru vissir þættir sem eiga til
dæmis margt skylt við Bob Dylan á árunum 1965 og 66: gáski og flipp
og hömlulaus orðagleði í bland við eirðarleysi, óþol og andstyggð á borg-
aralegum lífsháttum hins skilningsvana mr. Jones. Staða Sigurðar Páls-
sonar er kannski viss speglun á stöðu Dylans á þessum árum, þegar sá
síðarnefndi veitti ýmsum aðferðum módernískrar ljóðlistar inn í rokk-
ið; Sigurður veitti ýmsum þáttum rokksins inn í módernismann; gáska
og glaðværð þess, erótíkinni og rafdrifnum kraftinum, dansinum, en
umfram allt attitúdi: kæruleysi og hótfyndni en líka allar þessar sterku
og miklu tilfinningar. Hann var vissulega ekki einn um þetta – Pétur
Gunnarsson kom á svipuðum tíma fram með sínar Andrabækur og inn-