Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 43
F j ó r a r g e r l a p r u f u r ú r f r a m a n d i f r a m ú r s t e f n u l j ó ð l i s t
TMM 2006 · 2 43
lýsingar frá einum stað til annars. Þetta er augljósast í tölvubransanum
– sem snertir líklega líf okkar flestra, þetta heitir upplýsingatækni og við
stundum hana öll, copy/paste er nánast hamrað á ennin á okkur. Ken-
neth Goldsmith gerir þennan verknað að listformi sínu, eða nánar til-
tekið að ljóðformi sínu. Í því sambandi vitnar hann í konseptlistamann-
inn Douglas Huebler sem sagði: „Heimurinn er fullur af hlutum, meira
og minna áhugaverðum; ég vil ekki bæta neinum við“ og umorðar svo:
„Heimurinn er fullur af textum, meira og minna áhugaverðum; ég vil
ekki bæta neinum við.“12 Þá bendir hann á að í heimi sem er jafn-fullur
af texta og raun ber vitni – það er vart að finna nokkurn hlut í heimin-
um lengur sem ekki er merktur einhverjum texta, á botni kaffibollans
stendur Rastal, á glasinu stendur Viking, á sófanum er Ikea-miði, á sígar-
ettupakkanum stendur Reykingar drepa – sé kominn tími til þess að við
reynum að koma höndum yfir eitthvað af honum, reynum að skilja allan
þennan texta, sjá hann sem eitthvað meira en bara sjálfsagðan.
„Ég hef breyst úr rithöfundi í upplýsingastjórnanda, stórkostlega fær
um að herma eftir, skipuleggja, spegla, safna saman, geyma, endur-
prenta, ræna, rupla og flytja til. Ég hef orðið að koma mér upp alveg
nýjum hæfileikum: Ég er vélritunarmeistari, fullkominn kópípeistari,
hamhleypa í ljóskennslum stafa.13 Ég elska ekkert meira en að umrita;
finnst fátt jafn-ánægjulegt og skipuleg flokkun,“ segir enn fremur í rit-
gerðinni.
Verk Goldsmiths eru að miklu leyti konseptlistaverk, en þau teygja sig
út fyrir þann ramma og tengjast einnig Oulipo-hreyfingunni14 – ljóð-
skáld hennar unnu texta eftir ósveigjanlegum reglum – þau eru skyld
Flúxus-verkum þannig að að miklu leyti snúast þau um Kenneth sjálfan;
þau minna á situationisma að því leyti til að þau þvælast um fyrirfram
tilbúna hugmyndaheima; af þeim er meira en lítill dada-fnykur til-
gangsleysis og fáránleika; bækurnar eru konkret-ljóð hreinlega í krafti
stærðar sinnar, og framsetning Goldsmiths á þeim á sýningum og á net-
inu eru oft hrein konkret-framsetning. Sem dæmi má nefna fyrrgreinda
netframsetningu á Fidget og opnunarsýningu Soliloquy þar sem höf-
undurinn hafði veggfóðrað gallerí með texta bókarinnar.
Þar sem textarnir eiga sér margvíslega og ólíka uppruna er eðlilega í
þessum einbeittu einbeitingarleysisskrifum að finna margan stíl, allt í
senn hreinræktaða rómantík og himneska fegurð, kaldranalegt raunsæi
og dreymandi fantasíu.