Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 45
F j ó r a r g e r l a p r u f u r ú r f r a m a n d i f r a m ú r s t e f n u l j ó ð l i s t
TMM 2006 · 2 45
máti sig á ólíkan máta við Google-ljóðavélina, mati hana á ólíkum hugs-
unum líkt og þeir hafa áður matað ljóð af hugsunum sínum. En Google-
ljóðavélinni lýkur ekki þar heldur kemur annað verk á eftir sjálfu við-
mótinu, sem svo aftur krefst túlkunar, krefst þess að lesandinn máti
rassgatið á sér við það hreint upp á nýtt.
Sem dæmi má nefna ljóð sem Leevi Lehto gerði sjálfur, þar sem hann
hefur matað vélina á hinum frægu orðum T.S. Eliots: „April is the
cruelest month“, valið formið ensk sonnetta og fengið útkomuna:
in sequence for me. It’s wonderful
stirring. Dull roots with spring
is the cruelest month, not deceitful
TS Eliot once said. Eliot’s baffling
warm nights and maketh the lingering
in T-shirts, get out the bikes and in-line
All this happy crap about the coming
by Elias. April 2000 was probably one
Gamal Nkrumah. – machitodog: and one
Cruelest Month So, the first Monday
hate the month of May. It’s hot one
out of the dead land, mixing April may
T-shirts, get out the bikes and in-line
Month. by Elias. April 2000 was probably one16
Vélin er svo þeim eiginleikum gædd, vegna þess að hún leitar uppi setn-
ingar með hjálp Google, að sé sömu orðum dælt í hana núna verður út-
koman allt önnur enda er netið síbreytilegt og þar af leiðandi eru leitar-
niðurstöðurnar, efniviður ljóðanna, síbreytilegar. Þannig er eignarhald
textans á floti, að hluta forritun Lehtos, að hluta orðin sem vélin er
mötuð á, að hluta forritun Google-leitarvélarinnar, að hluta texti inter-
netsins og að hluta sekúndan sem ýtt er á Get poem.
Hin ömurlega ljóðlist: Flarf
Poetry.com er fyrirtæki sem heldur ljóðasamkeppnir og auglýsir að
hundruð þúsunda bandaríkjadala séu veitt í verðlaun á ári hverju. Ljóð-
in mega vera allt að 20 línur og í hverri línu mega vera allt að 60 slög.
Þeir sem senda ljóð inn í keppnina fá fljótlega bréf frá fyrirtækinu þar
sem þeim er boðið að fá ódauðlega snilld sína birta í bók, þeim að kostn-