Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 48
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l
48 TMM 2006 · 2
samansull af kjánalegum auglýsingaslagorðum á borð við: „ Follow these
easy assembly instructions/it never needs ironing/ Well it takes weights
off hips, bust/ thighs, chin, midriff/ Gives you dandruff, and it finds you
a job/ it is a job“ og svo framvegis og svo framvegis. Og hvað gerðist?
Snakkfyrirtækið Doritos stal laginu og gerði úr því auglýsingu. Dæmin
eru óteljandi og flestir kannast við þau; það er óþarfi að telja þau upp.
Flarf-ljóðlistin er eðlilegt viðbragð við þessu. Í aðra röndina stelur
hún klisjukenndu málfari auglýsinganna og í hina röndina býr hún til
hugsanir sem eru markaðinum nær algerlega ónothæfar sökum þess
hversu lausar þær eru við alla mögulega fágun, þetta er klunnaleg vit-
leysa sem er illnýtanleg til flúrs.
Engu að síður verður að viðurkennast að það er eitthvað heillandi við
mikið af flarf-verkunum. Þau sameina einhvern skyndibitafíling við fíl-
inginn að fá sér staðgóðan morgunverð. Þau eru á einn veg algert drasl
og á annan himnesk, og á þann þriðja sneiða þau hjá hvorutveggja, eru
handan góðs og ills og ekki tæk til venjulegrar túlkunar.
Reyndar verður vart horft framhjá einu, því sorglegasta af sorglegu.
Það má nefnilega nokkurn veginn bóka það að nái flarfið einn daginn
vinsældum – verði það hið nýja „hip“; hin nýja BYLTING – verða þau
komin í auglýsingar samdægurs. Og hvað gerum við þá?
Tilvísanir
1 Nokkrar athugasemdir við fallega hugsun; Christian Bök; Af ljóðum, Nýhil
(2005).
2 Nokkrar athugasemdir við fallega hugsun.
3 Nokkrar athugasemdir við fallega hugsun.
4 Christian Bök fæddist reyndar ekki með þetta ö. Skírnarnafn hans er Christian
Book, en eftir að hafa mátt þola háðsglósur í árafjöld fyrir að heita sama nafni og
biblían, breytti hann eftirnafninu í Bök.
5 Nokkrar athugasemdir við fallega hugsun.
6 Bakkáputexti bókarinnar Day eftir Kenneth Goldsmith.
7 „Eyelids open. Tongue runs across upper lip moving from left side of mouth to
right following arc of lip. Swallow. Jaws clench. Grind. Stretch. Swallow. Head
lifts. Bent right arm brushes pillow into back of head. Arm straightens.“ Úr
Fidget, eftir Kenneth Goldsmith.
8 http://www.chbooks.com/online/fidget/applet.html
9 „Hi! Uh, well, I had my radio show last night. Yes, I’m just waking up. No you
did not wake me. I’m dressed I’m drinking coffee. But I haven’t spoken yet today.
These are the first words I’m uttering. Hey, so definitely, we’re having dinner
Monday night. Um, now the question is where and when. And and we’re taking
your friend out also. OK? So it’s our treat please. You’re going to participate by