Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 56
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
56 TMM 2006 · 2
inum en þó furðanlega ánægjulegt að drekka. Svo enginn þurfti að
vaska upp þegar maturinn kom frá skyndibitastað og bjórinn
drukkum við af stút. Á meðan ró komst á matinn inní okkur töl-
uðum við saman um undangengna viku áður en við risum á fætur
og kveiktum á tónlistinni. Við dönsuðum alltaf arm í arm því það
var auðveldara og tónlistin var róleg. Lyktin af kærasta mínum var
karlmannleg, alvöruþrungin og djörf en mín minnti mig mest á
lykt af dúkku eða af kanínu eða þannig hef ég oftast skynjað lykt-
ina af sjálfri mér. Eftir dansinn lá hann í fanginu mínu og talaði,
stundum eitthvað sjokkerandi í því marki að hræða litlu stelpuna
mig og lék ég minn part bara ágætlega, þóttist verða áhyggjufull og
óttasleginn á réttu stöðunum, stundum voru sögurnar hans afar
þunglyndislegar svo við áttum bágt með að fara ekki bæði að
brynna músum, en stundum þagði hann og við duttum fljótt útaf
af þreytu, sem var líka oft, held ég. Þá vaknaði hann jafnan skjótt
upp eftir stundarparssvefn, rauk á fætur og út, skildi eftir tómu
bjórflöskurnar, tómu matarílátin og plastpokann frá skyndibita-
staðnum. Kærasti minn hafði lítið sem ekkert svefnþol. Á laugar-
dagsmorgnum vaknaði ég ein og allt var þægilegt og rólegt. Ég
þurfti á þessum þöglu laugardagsmorgnum að halda ein með
sjálfri mér án vinnu, án ástar eða tónlistar úr útvarpinu. Það var
gott. Kannski bestu stundir vikunnar ef það væri ekki fyrir þessar
kvöldið á undan. Ég elskaði kærasta minn og ég elskaði það hvern-
ig hann skildi mig eftir hlaupandi útúr íbúðinni minni sirka
klukkan tvö að nóttu. Svo gott.