Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 60
E r n a E r l i n g s d ó t t i r
60 TMM 2006 · 2
Úlfhildur margvísleg rök fyrir því að glæpasagnaritunin hafi auðgað
íslenskar bókmenntir.1
Umræðan var athyglisverð og ekki bara fyrir hnútukast í tilefni af því
að smekkur fólks sé misjafn og hugmyndir um að eitthvað sem menn
hafa ekki smekk fyrir sjálfir geti vart verið bókmenntir. Ennþá athygl-
isverðari er sú undirliggjandi hugmynd í sumum skrifunum að vöxtur
og viðgangur einnar bókmenntagreinar geti verið varhugaverður – eða
a.m.k. athyglin sem beinist að honum – og jafnvel geti þetta hindrað
annars konar bókmenntir í að blómstra. (Þessi annaðhvort–eða hugs-
unarháttur er reyndar dæmigerður fyrir íslenska umræðuhefð.) Það var
semsagt gefið í skyn að glæpasögurnar væru kannski ógn. Fæstir sögðu
það berum orðum heldur vitnuðu til þess sem „ýmsir“ eða „sumir“
segðu. Þröstur Helgason sagði t.d. í Lesbók Morgunblaðsins á aðfanga-
dag: „Suma óar við þeirri holskeflu krimma sem riðið hefur yfir lands-
menn undanfarin misseri“.2
Fljótgert er að komast að því að hugmyndin um að glæpasögurnar séu
illgresi sem er að kæfa annan bókmenntagróður eigi ekki við rök að
styðjast. Frá 1997 hafa komið út nokkrar glæpasögur árlega. 2004 voru
þær tiltölulega fáar en árið 2005, sem hér er til umfjöllunar, vildi svo til
að næstum allir glæpasagnahöfundar sem hafa látið að sér kveða síðustu
árin sendu frá sér bók og nokkrir nýir að auki. Fáir höfundar hafa ein-
ungis látið líða ár á milli bóka þannig að tæplega er að búast við mörg-
um glæpasögum fyrir næstu jól. Þá þyrftu þeim mun fleiri nýir höf-
undar að koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ólíklegt. Því er
augljóslega tilviljun hversu margar glæpasögurnar voru þetta árið. Það
fer ekki heldur milli mála að þær hindruðu ekki fjölskrúðuga og öfluga
útgáfu bóka af öðru tagi. En þótt fjöldi íslenskra glæpasagna á árinu hafi
verið tilviljun er hann samt til marks um að bókmenntagreinin hafi fest
sig í sessi. Því fagnar a.m.k. áhugafólk um glæpasögur – og jafnvel líka
áhugafólk um fjölbreytni.
Hitt er síðan annað mál að vissulega hefðu fleiri bækur mátt fá miklu
meiri athygli en þær fengu. Almennt er t.d. lítið fjallað um ljóð, barna-
bækur og fræðibækur, og þýðingar fá varla brotabrot af athygli. Kannski
væri ekki síst ástæða til að kvarta yfir því að íslenskar skáldsögur skuli
vera nær einar um athyglina, ekki aðeins glæpasagnahlutinn, og að oft
skuli athyglin aðallega beinast að höfundunum, sjaldnar að verkum
þeirra. En þrátt fyrir allt höfðu blaðaskrif um glæpasögurnar og fréttir
af þeim ákveðna kosti umfram hefðbundna fréttaumfjöllun um bækur.
Þar var nefnilega stundum varpað fram spurningum um bækurnar
sjálfar, t.d. af hverju glæpasögur eru skrifaðar og af hverju þær eru vin-