Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 61
B l ó m l e g u r g l æ pa g a r ð u r
TMM 2006 · 2 61
sælar. Í flestum öðrum nýlegum dæmum um bækur sem verða frétta-
efni hefur fyrst og fremst verið talað um meint tengsl við einhvers konar
raunveruleika, sbr. að argaþrasið út af Höfundi Íslands um árið snerist á
endanum einkum um það hvort Halldór Laxness hefði verið vondur
maður. Fyllsta ástæða er til að láta einsleita umræðu hérlendis fara í
taugarnar á sér en þar með er ekki endilega ástæða til að afgreiða
umræðuefnið, í þessu tilfelli glæpasögur, sem óalandi og óferjandi.
Útlenskir glæpir
Af umræðunni um „glæpasagnaflóðið“ mætti auðveldlega draga þá
ályktun að glæpasögur væru glænýtt fyrirbæri á Íslandi. Svo er þó alls
ekki. Þótt íslenskir höfundar hafi lítt gefið sig að bókmenntagreininni
fyrr en á allra síðustu árum hafa margir Íslendingar árum og áratugum
saman lesið ógrynni af erlendum glæpasögum, ýmist í þýðingum eða á
erlendum málum. Þótt rannsóknir á lestrarvenjum Íslendinga skorti
sárlega er alveg óhætt að slá þessu föstu.3 En þar sem þýðingar týnast
iðulega þegar fjallað er um bækur á Íslandi og bækur á útlensku teljast
aldrei með hefur verið auðvelt að hunsa glæpasögurnar þar til nýlega.
Engin leið er að fá yfirsýn yfir það hvað Íslendingar lesa á erlendum
málum nema með sérstökum rannsóknum. Sala í hérlendum bókabúð-
um og útlán á bókasöfnum geta kannski gefið einhverja vísbendingu
um það, en inn í dæmið vantar þá samt ýmislegt.4 Mun auðveldara er að
komast að því hvaða glæpasagnaþýðingar koma út hér, og áður en hugað
verður að íslensku reyfurunum verður skoðað úr hvaða áttum þýddar
glæpa- og spennusögur voru í fyrra.5
Bækur frá tveimur löndum eru mest áberandi í þessum hópi, annars
vegar bandarískar spennusögur, sem oft eru auglýstar sem metsölubæk-
ur, hins vegar sænskar sakamálasögur, gjarnan með félagslegu ívafi.
Ýmislegt fleira er þó gefið út og á heildina litið er útgáfan býsna fjöl-
breytt. Margþættust hefur hún löngum verið hjá Máli og menningu sem
gaf út tvær sænskar bækur á árinu (Dansað við engil eftir Åke Edward-
son og Fimmtu konuna eftir Henning Mankell), eina bandaríska (Blóð-
skuld eftir Michael Connelly) og eina rússneska (Levíatan – morðingi
um borð eftir Boris Akúnin). Þessar bækur eru hver með sínu móti.
Einnig gaf Mál og menning út spænsku bókina Skugga vindsins eftir
Carlos Ruiz Zafón sem hverfist um eins konar rannsókn og nýtir sér
glæpasagnaform þótt ekki sé um eiginlega glæpasögu að ræða. Bækur
Alexanders McCall Smith um kvenspæjarastofuna í Botswana hafa
einnig verið kynntar sem glæpasögur en þá þarf að teygja hugtakið ansi