Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 64
E r n a E r l i n g s d ó t t i r
64 TMM 2006 · 2
horn og sögumann, og þar var leikið skemmtilega á væntingar lesenda.
Þótt bókin hafi ekki fullnægt æstum aðdáendum Erlends og félaga gekk
hún ágætlega upp og tilraunastarfsemin var jákvæð. Bækurnar um
Erlend, Sigurð Óla og Elínborgu eru þó óumdeilanlega uppistaðan í höf-
undarverki Arnaldar. Helsta einkennið á þeim er félagslega skáldsagan
sem blandast saman við glæpasöguna og vegur jafnvel þyngra. Nýjasta
bókin, Vetrarborgin, er dæmi um það. Félagslegi hlutinn er nokkuð
góður en helsti gallinn á bókum Arnaldar út frá afmörkuðu glæpasagna-
sjónarmiði er að lausn glæpagátunnar er stundum hornreka. Óþarflega
algengt er að morðinginn eða morðingjarnir birtist ekki fyrr en undir
lokin, eins og í Vetrarborginni, eða að þeir séu lítt áberandi aukapersón-
ur.
Aðalpersónurnar í bókum Arnaldar eru löngu orðnar heimilisvinir
fjölmargra Íslendinga, enda vel skapaðar og marghliða. Fram að þessu
hafa þær dýpkað í næstum hverri bók en það vantaði að mestu í Vetrar-
borgina8 sem vekur spurningar um hvort kominn sé tími til að hrista
upp í persónugalleríinu til að hleypa lífi í persónulýsingarnar á ný, bæta
t.d. nýrri manneskju í lögregluliðið? Að auki væri gustukaverk gagnvart
lesendum að minnka púðrið sem eytt er í komplexa Erlends út af bróð-
urnum sem hvarf. Lesendur hafa smám saman fengið meiri upplýsingar
um þá sögu eftir því sem liðið hefur á bókaflokkinn og fram að þessu
hefur þetta dýpkað Erlend en nú er eiginlega búið að blóðmjólka þennan
þátt.
Fyrsta bók Árna Þórarinssonar um Einar blaðamann, Nóttin hefur
þúsund augu (1998), var leikur að klisjum úr harðsoðnu hefðinni og
virkaði ágætlega sem slík fyrir utan lausn gátunnar. Í næstu bók, Hvítu
kanínunni (2000), var klisjunum fækkað og persónurnar dýpkaðar með
góðum árangri, auk þess sem plottið var býsna markvisst, en þriðja
bókin, Blátt tungl (2001), var heldur sundurlaus. Í upphafi var morðið
(2002), sem Árni skrifaði í félagi við Pál Kr. Pálsson, var líka gölluð, stíll-
inn var t.d. fremur tilgerðarlegur og þótt tilraunir með kvikmyndalegan
frásagnarhátt hafi verið góðra gjalda verðar komu þær ekki nógu vel út.
Nýjasta bók Árna, Tími nornarinnar, er mun betri. Plottið og lausn þess
er reyndar veikasti hlekkurinn en lifandi samtöl, góðar umhverfislýs-
ingar og fínar aðalpersónur lyfta bókinni mjög. Einar er fluttur til
Akureyrar og breytt umhverfi gerir honum gott. Reyndar er athyglisvert
og skemmtilegt hversu margir höfundar hætta sér „út á land“ þetta árið
(meira um það hér á eftir).
Fyrrnefndir þrír höfundar hafa allir þróast umtalsvert frá því að
frumraun þeirra kom út. Nokkuð öðru máli gegnir um Stellu Blóm-