Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 65
B l ó m l e g u r g l æ pa g a r ð u r
TMM 2006 · 2 65
kvist, fjórða höfundinn frá glæpasagnavorinu, sem hefur að mestu stað-
ið í stað síðan fyrsta bókin, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997,
sama árið og frumraun Arnaldar Indriðasonar. Athyglisvert er að skoða
þessar tvær bækur hlið við hlið því vart er hægt að kalla aðra betri en
hina. Arnaldur óx aftur á móti með hverri bók en Stella hjakkaði í sama
farinu. Nýjasta bókin, Morðið í Drekkingarhyl, er þó framför frá fyrri
bókum. Sagan um kúrdísku stúlkuna sem finnst látin í Drekkingarhyl
er áhugaverð og að auki er Stella markvisst gerð manneskjulegri en áður
með umfjöllun um föður hennar og atburði í fortíðinni og það kemur að
mestu vel út. Hins vegar er fulllangt gengið í bili að láta henni detta í hug
að eignast barn.
Sumarblómum fjölgar
Ævar Örn Jósepsson bættist í hóp íslenskra glæpasagnahöfunda árið
2002 með bókinni Skítadjobb. Hún var ekki gallalaus frekar en aðrar
frumraunir sem hér hafa verið nefndar, en ljóst var að höfundurinn var
efnilegur. Ævar tók stórstígum framförum, önnur bók hans, Svartir
englar (2003), var virkilega góð og hann heldur áfram að blómstra í
nýjustu bókinni Blóðbergi. Þótt persónur séu fullmargar (nokkuð oft
þarf að fletta til baka til að rifja upp hver er hvað) og of margir endar séu
skildir eftir lausir í lokin eru kostirnir miklu fleiri: t.d. er fléttan góð,
samtölin vel skrifuð og persónulýsingar ákaflega fjölbreyttar og skemmti-
legar. Vel er til fundið að láta söguna gerast í Kárahnjúkaþorpi, stað sem
fréttir berast reglulega af en fæstir Íslendingar þekkja.
Árið 2004 sendi Þráinn Bertelsson frá sér glæpasöguna Dauðans
óvissa tíma þar sem gaman var að ýmsum atriðum, t.d. vandræðagangi
ýmissa persóna, en mikið var um ofskýringar og uppbyggingin var
losaraleg. Frásögnin í nýju bókinni, Valkyrjum, er mun þéttari, persón-
urnar eru að mótast skemmtilega og framfarirnar milli þessara tveggja
bóka Þráins lofa góðu.
Í fyrra komu út bækur eftir þrjá nýja glæpasagnahöfunda, Jón Hall
Stefánsson, Súsönnu Svavarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Það var sér-
stakt fagnaðarefni að fá tvær konur til leiks en fram að þessu hafa karlar
verið næstum einráðir í greininni hérlendis fyrir utan Birgittu H. Hall-
dórsdóttur og með þeim fyrirvara að enginn veit hvort Stella Blómkvist
er karl eða kona. Ýmsir hafa getið sér þess til að karlmaður sé á bak við
dulnefnið með þeim rökum að karllæg viðhorf einkenni textann en bók
Súsönnu Svavarsdóttur, Dætur hafsins, er til marks um að karllæg við-
horf eru flóknara fyrirbæri en svo að vera bundin við karla. Af bókinni