Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 70
E r n a E r l i n g s d ó t t i r
70 TMM 2006 · 2
Jónssonar, Bækur og lesendur. Um lestrarvenjur. Studia Islandica 40. Reykjavík,
1982.
4 Einkum vantar bækur sem fólk kaupir erlendis og í erlendum netbókabúðum,
en einnig bækur sem fólk lánar hvert öðru (hið síðarnefnda á auðvitað við allar
gerðir bóka).
5 Hér er fyrst og fremst byggt á upplýsingum úr Íslenskum bókatíðindum.
6 Tom Egeland gerir grein fyrir því sem er líkt og ólíkt með bókunum í eftirmála
bókar sinnar.
7 Saga og þróun íslenskra glæpasagna fram til 1999 er rakin í bók Katrínar
Jakobsdóttur, Glæpurinn sem ekki fannst (Reykjavík, 1999), og hún notar orðið
„glæpavor“ undir lok bókarinnar um samtímann. Síðasti kaflinn heitir síðan
„Glæpasumarið í nánd“ og með þeim orðum var Katrín augljóslega sannspá.
− Yfirlit yfir útgefnar íslenskar glæpasögur er að finna á vefsíðu Hins íslenska
glæpafélags: www2.fa.is/krimi/.
8 Smávegis vídd var þó bætt við Sigurð Óla en því miður bar lítið á Elínborgu í
bókinni.
9 Í Tíma nornarinnar eftir Árna Þórarinsson er villa sem hefði getað verið af sama
meiði: í bókinni á menntaskólaneminn Skarphéðinn að hafa flutt úr foreldra-
húsum á Akureyri á heimavist Menntaskólans á Akureyri. Í raun og veru fær
innanbæjarfólk ekki inni á heimavistinni en þetta sleppur fyrir horn vegna þess
að þegar bókin gerist er Skarphéðinn fluttur í leiguherbergi úti í bæ. Örnefnið
Reykjaheiði sem villist inn í sömu bók í staðinn fyrir Fljótsheiði er leiðinleg yfir-
sjón en skiptir samt ekki máli.
10 Einnig er sérkennilegt að enginn í bókinni skuli spyrja af hverju Þjóðverjinn
Matthew, sem rannsakar glæpinn ásamt Þóru, heitir ensku nafni og ýmislegt
fleira væri hægt að nefna.
11 Áður hafði birst glæpasmásaga eftir Jón Hall, í bókinni Smáglæpir og morð
(Reykjavík 2004), vinningssagan í keppni sem Hið íslenska glæpafélag og Grand-
rokk stóðu fyrir, en Krosstré er fyrsta skáldsaga hans.
12 Á þetta bendir Katrín Jakobsdóttir í greininni: „Merkingarlausir Íslendingar.
Um samfélag og þjóðerni í sögum Arnaldar Indriðasonar.“ Skírnir 179, vor 2005,
bls. 141–59.
13 Katrín Jakobsdóttir nefnir hugmyndir af þessu tagi í bók sinni, Glæpnum sem
ekki fannst, en bendir reyndar líka réttilega á að meira máli skipti að „glæpa-
sögur séu trúverðugar innan sinnar greinar en að þær séu sennilegar“ (90).