Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 73
TMM 2006 · 2 73
þorrablót en mamma hennar er með þvottaklemmu á nefinu því henni
finnst lyktin svo vond og bölsótast yfir þorramatnum: „Þú getur rétt
ímyndað þér hvaða áhrif þessar eiturgufur hafa á lofthjúp jarðar. Að
maður nú ekki tali um gróðurhúsaáhrifin!“ Í Jólalegum jólum minnir
Kuggur þær mæðgur á að halda upp á jólin sem þær hafa steingleymt –
en þær eru snöggar að kokka jólamat úr fiskbollum, grænum bollum,
kótilettum og gulrótum! Bækurnar eru prýddar líflegum og litríkum
myndum og eru skemmtilegar, ekki síst vegna þess að mæðgurnar
ganga þvert á allar staðalmyndir af gömlu fólki.
Það leynir sér ekki að margir höfundar reyna að gera lesendum til
hæfis með því að segja þeim meira frá sögupersónum sem notið hafa
hylli. Til viðbótar má nefna að Kristján Hreinsson (f. 1957) sendir frá sér
þriðju bókina um Afa ullarsokk og Gunnhildur Hrólfsdóttir (f. 1947)
þriðju söguna um Kötlu sem er skyggn og lendir að þessu sinni í Tyrkja-
ráninu. Vafalaust mætti tína fleiri til.
Spennu- og glæpasagnahöfundurinn vinsæli Birgitta Halldórsdóttir
(f. 1959) er hins vegar á nýrri braut. Hún reynir fyrir sér í barnabókarit-
un og sendir frá sér bókina Pöllusögur sem er helguð ömmu og dóttur
höfundar en Palla í sögunni er byggð á ömmu Birgittu, Pálínu Salóme
Jónsdóttur. Pöllusögur eru um margt skemmtilegar smásögur um Pöllu
litlu sem gerast í kringum aldamótin 1900 í Hnífsdal. Formáli hlaðinn
þjóðlegum fróðleik er reyndar óþörf viðbót enda skilar sá fróðleikur sér
best í sögunum sjálfum.
Önnur notaleg saga sem vert er að minnast á er Ríkey ráðagóða eftir
Eyrúnu Ingadóttur (f. 1967) sem gerist á Hvammstanga og segir frá
Ríkeyju og vinum hennar sem þurfa að leggja höfuðið í bleyti til að gera
sumarið skemmtilegt, sérstaklega þegar mamma og pabbi þvertaka fyrir
tölvuleiki og sjónvarpsgláp! Eyrún er nýkomin á þennan vettvang og
líkleg til að hasla sér þar völl ef hún heldur áfram.
Nýort ljóð handa börnum eru ennþá fágæti en þó hefur orðið þar eins
konar endurreisn hin seinni ár. Sérstaklega gaman er að nefna Stafrófs-
vísur Ara orms eftir Kristján Jóhann Jónsson (f. 1949) þar sem farið er í
gegnum stafrófið og um leið lýst ævintýrum ánamaðksins Ara fróða
sem átti heima í stafrófsljóði. Hann kemst oft í hann krappan og meðal
annars reynir illilegt nagdýr að ræna hann:
Peninga vantar mig, paurinn þinn,
pervisinn ánamaðksræfillinn.
Komdu strax með allt sem þú átt
eða ég brytja þig í smátt!
G ó ð k u n n i n g j a r o g s e r í u b ó k m e n n t i r