Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 75
G ó ð k u n n i n g j a r o g s e r í u b ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 2 75
sem þær eiga sameiginlegt er að þær eru margar tengdar kvikmynda-
heiminum – á bókarkápum eru boðaðar kvikmyndir eins og það sé sér-
stakur gæðastimpill.
Meðal þessara þýddu bóka mátti líka finna ótal marga gamla kunn-
ingja sem höfðu kannski fátt nýtt fram að færa. Enn og aftur var sköp-
unarverk Davs Pilkers, Kafteinn ofurbrók, mættur í þýðingu Bjarna
Frímanns Karlssonar, að þessu sinni í kompaníi við líftæknilega hor-
skrímslið; eins og geta má nærri var þar mikið um slím og hor. Annar
gamall en öllu fágaðri kunningi er Artemis Fowl sem endurnýjaði kynni
sín við álfa og hélt áfram glæpastarfsemi sinni í Blekkingunni eftir Eoin
Colfer í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Skemmtilegar vísanir í hvers
konar afþreyingartexta hafa misst snerpu sína allnokkuð. Og hinn
sívinsæli Skúli skelfir hélt áfram hrekkjabrögðum sínum í bókinni Skúli
skelfir hefnir sín eftir Francescu Simon sem Guðni Kolbeinsson þýddi.
Ný framhaldssería byrjaði um mýs sem búa á Músítalíu en aðalhetja
þeirra er músin og ritstjórinn Geronimo Stilton en hann er einnig titl-
aður höfundur bókanna sem nefnast Leyndardómur Smaragðsaugans og
Fluguhristingur handa greifanum og eru þýddar af Sigríði Halldórsdótt-
ur. Tvö ný bindi komu út í hinum vinsæla Bálki hrakfalla eftir Lemony
Snicket í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur.
Fleiri seríur voru í fullum gangi og bar þar hæst Harry Potter hennar
J.K. Rowling en nýjasta bindið kallast Harry Potter og blendingsprinsinn
í þýðingu Helgu Haraldsdóttur. Hér er kominn reglulegur taktur í
gangvirki útgáfunnar: Árið 2005 kom sjötta bindið út á frummálinu,
það fimmta á íslensku en fjórða bókin kom í kvikmyndaformi. Það er
ekki erfitt að skilja vinsældir sagnanna um Harry Potter, höfundur
hefur lagt mikla vinnu í að skapa töfraheiminn til hliðar við mann-
heiminn (eða muggaheiminn eins og hann heitir í bókunum), og þó að
sögurnar séu í sjálfu sér ekkert sérlega frumlegar er til þeirra vandað
þannig að útkoman er fullkomlega viðunandi. Bækurnar um Harry
hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár en að sama skapi verið
umdeildar. Stundum eru þær sagðar yfirborðslegar og einvíðar og vin-
sældir þeirra á meðal fullorðinna lesenda hafa verið sagðar benda til
þess að almennum smekk fari aftur.
Aðrir hafa á móti bent á ýmsa túlkunarmöguleika sagnanna um
Harry Potter; meðal annars hefur verið fjallað um líkindi samfélagsins
í sögunum við breskt samfélag í samtímanum. Í Harry Potter-bókunum
er fengist við ýmsar grundvallarspurningar, s.s. aðskilnað stétta og
kynþátta (aðskilnað galdramanna og mugga; galdramanna og húsálfa
o.fl.). Annað álitamál er á hverju valdhafarnir byggja vald sitt, sterku