Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 80
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r
80 TMM 2006 · 2
höfundarins Josteins Gaarders, Appelsínustelpan, í þýðingu Sigrúnar
Árnadóttur. Gaarder gat sér heimsfrægð fyrir bók sína Veröld Soffíu
fyrir rúmum áratug. Hins vegar er myndabókin Og svo varð afi draugur
eftir Kim Fupz Aakeson með myndum Evu Eriksson í þýðingu Ólafar
Eldjárn. Aakeson er vel þekktur barnabókahöfundur í Danmörku en
hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit og fleira. Báðar þessar bækur
fjalla um dauðann og hvernig börn eða ungmenni takast á við hann.
Í Appelsínustelpunni segir frá Georg sem er fimmtán ára strákur og
býr með mömmu sinni, stjúpa og litlu systur. Lífið er gott og allt gengur
vel, en þá berst honum bréf frá föður sínum sem dó þegar hann var fjög-
urra ára. Bréfið segir afskaplega fallega sögu og hjálpar Georg að horfast
í augu við lífið og tilveruna en þó fyrst og fremst dauðann.
Í bók Aakeson deyr afi en birtist Ásbirni litla því að það er eitthvað
sem hann hefur gleymt og þarf að ganga frá. Þó að Appelsínustelpan sé
mun veigameiri bók eiga báðar þessar sögur sameiginlegt að ræða um
dauðann á opinskáan en um leið nærgætinn hátt. Og kvikmyndarétt-
urinn er enn ekki seldur!
Hvað situr eftir?
Það leynir sér ekki að framhaldsbækur eru í tísku um þessar mundir og
bækur þar sem sögð er ein heilsteypt saga sem lýkur í bókarlok eru
orðnar fágæti. Hugsanlega stafar þetta af kröfum lesenda sem vilja
meira af því sem þeim líkar vel. Af hverju fólk gerir þær kröfur er ekki
ljóst, hugsanlega hefur sjónvarpsþátta- og seríumenningin sitt að segja.
Þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Þannig lét Arthur Conan Doyle freistast
af gylliboðum þegar hann tók sig til og lífgaði Sherlock Holmes við þótt
hann hefði drepið hann í The Final Problem sem kom út 1893.
„Framhaldsvæðingin“ er því ekki bundin við barnabækur. Vel heppn-
uð glæpasaga elur fljótlega af sér seríu og fólk veltir jafnvel vöngum yfir
framhaldi í svokölluðum fagurbókmenntum. Lesendur vilja fá fleiri
sögur af þorpsbúum Jóns Kalmans, þeir vilja vita hvað verður um
Madame Louis de Roubaix í Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og
fárast yfir því að fá ekki að vita meira um hjónaband og fjölskyldulíf
Klöru í Fólkinu í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur. Þessir sömu lesend-
ur spyrja grátklökkir „Og hvað svo?“ þegar Nóra skellir hurðinni í
Brúðuleikhúsi Ibsens (og já, framhaldið hefur verið skrifað). Hins vegar
má spyrja á móti hvort sögunni geti yfirleitt lokið og auðvitað er það
höfunda að kunna að hætta á rétta augnablikinu.