Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 83
TMM 2006 · 2 83
Friðrik Þórðarson
Af Ossetum
og Georgíumönnum
Þegar Friðrik Þórðarson málvísindamaður kvaddi þennan heim mildan haustdag
árið 2005, var það margslunginn missir. Það var ekki aðeins mikið tjón fyrir írönsk
og klassísk fræði heldur einnig fyrir málmenntir í víðasta skilningi. Tilfinnanleg-
astur er þó sá missir sem þeir verða að bera sem báru gæfu til að eiga hann að
„málvini“ í tvennum eða jafnvel þrennum skilningi.
Friðrik var ættaður af Suðurlandi. Amma hans og séra Árni Þórarinsson voru
systrabörn. Frásagnarlist og ritfærni hefur greinilega fylgt ættinni. Meðal forfeðra
Friðriks var Malmquist beykir, og taldi Friðrik sig eiga fjarskylda ættingja af þeim
stofni í Noregi.
Afrek Friðriks í málvísindum og þýðingum hafa verið samviskusamlega tíund-
uð í minningargreinum, sem og einstakt manngildi hans á öllum sviðum, en við
skulum nema staðar við kvunndagspersónuna Friðrik Þórðarson og gægjast inn í
svipmyndir úr lífshlaupi hans. Skemmtilegar þóttu mér frásagnir hans af teikni-
kennara sínum Gvendi Tvinna sem Laxness minnist víst á einhvers staðar, af
skólasystkinum hans sem síðar urðu alþjóð kunn mörg hver, af framámönnum og
broddborgurum uppvaxtarára hans. Kenndi þar margra og misjafnra grasa.
30. mars 1949 var Friðrik staddur á Austurvelli ásamt konu sem síðar átti eftir
að verða mjög áberandi í íslensku þjóðlífi. Sem betur fór stóðu þau í norðvestur-
horni vallarins sem slapp tiltölulega vel frá átökunum sem þarna urðu. Þó greiddi
landsfrægur íþróttakappi konunni kylfuhögg í bakið, en ekki mun hana hafa sakað
að ráði. Verr fór fyrir kunningja Friðriks úr Kópavogi enda var hann staddur suð-
austanmegin á vellinum þegar stormsveitir ruddust fram. Var hann tekinn og
sakaður um að hafa „kastað eggi í útsuður í illum tilgangi“. Þannig minnti Friðrik
að sökin hafi verið orðuð. Hann var dæmdur í 6 mánaða fangelsi, en Hermann
Jónasson náðaði hann eins og aðra sakborninga af Austurvelli. Sagði Friðrik að
Ásgeir forseti hefði þumbast við að undirrita náðunina.
Friðrik hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands, en hinir gráu paragrafar og
bókfærsla áttu ekki við hann. Hélt hann utan til náms í Kaupmannahöfn, en þar
reyndist erfitt að fá húsnæði. Af tilviljun frétti hann af herbergi sem stæði til boða
í Ósló, lagði þangað leið sína. Óslóarháskóli átti svo eftir að verða hans Alma Mater
og vinnustaður lengst af. Þessa sögu og fleiri rakti Friðrik afar skemmtilega á sam-
komu „Vormanna Íslands“ í maí árið 2000.
Á námsárum sínum ytra aflaði hann sér sumartekna við löggæslustörf á Kefla-