Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 85
A f O s s e t u m o g G e o r g í u m ö n n u m
TMM 2006 · 2 85
Ossetar, tunga þeirra, menning og saga voru eitt helsta áhugamál Friðriks. Svo
slæddist georgíska með enda dvaldi Friðrik langdvölum meðal Suður-Osseta þegar
hann átti þess kost. Þurfti hann þeim mun minna á rússneskukunnáttu sinni að
halda. Georgíumenn og Ossetar áttu því ekki að venjast að fræðimenn frá Vest-
urlöndum sýndu þeim áhuga, hvað þá að þeir gerðust mæltir á tungu þeirra. Varð
Friðrik nánast þjóðhetja þar syðra, og efndu Georgíumenn varla svo til hátíðahalda
(og eru þeir naskir á tilefni) að Friðriki væri ekki boðið. Þau boð gat hann sjaldnar
þegið en hann vildi, einkum hin síðari ár.
Þarna kynntist hann annálaðri gestrisni Kákasusbúa. Kvartaði hann undan því
síðar að sig hefði skort þjálfun í veislufagnaði til að þola þær ómældu veitingar sem
gestir verða að sæta þarna. Fékk ég að heyra margar sögur þessu til sannindamerkis.
Gori er bær í Suður-Ossetíu, og þar hafði Friðrik einhverju sinni aðsetur um
tíma við rannsóknir sínar. Var nú mjög liðið á tíma þann sem hann hafði til
umráða er þessi saga gerðist. Var honum því umhugað að nota tímann vel og úðr-
aði myrkranna á milli. Mataðist hann í veitingahúsi því sem hann áleit hvað
þokkalegast í bænum.
Einhverju sinni sest hann þar að morgunverði. Kemur þá þjónn til hans með
væna sneið af sauðaosti og segir þetta sendingu „frá manninum þarna út við
glugga.“ Friðrik var nógu kunnugur siðum þarlendra til að vita að þetta var áskor-
un til samdrykkju, og var það talin hin versta móðgun ef henni var hafnað.
Nú voru góð ráð dýr, en vinnan mátti ekki bíða, svo að Friðrik biður þjóninn
færa manninum kærar þakkir og það með að því miður sé sér algjör ógerningur að
taka þessu góða boði.
Þegar maðurinn fær skilaboðin, rís hann á fætur, gengur að borði Friðriks, dreg-
ur sveðju úr slíðrum og slengir henni á borðið. Hún stakkst á oddinn og sveiflaðist
titrandi fyrir framan nef Friðriks. „Ég skal skera þig ef þú drekkur ekki með mér“,
kvað komumaður.
Friðrik kaus líf sitt. Sat og harmaði ónýttan vinnudag uns sveðjumaður þurfti að
hella úr skinnsokknum. Þá sætti drykkjuþræll hans færi, hljóp út og skreið í felur
bak við stóran stein í hlíðarslakkanum ofan við krána uns húmaði að kveldi. Þá
þorði hann heim.
Daginn eftir kom hann að venju í morgunverð á sama stað, þó með hálfum huga,
en villimaðurinn var hvergi sjáanlegur. Hann spurði þá veitingamanninnm hvaða
voðalegi maður þetta hefði verið.
„Láttu þér á sama standa um hann“, sagði kráareigandi. „Þetta var bara hann
Viktor Dzjúgashvílí, fyllibytta og landeyða eins og þessir Dzjúgashvílar upp til
hópa. Nema Stalín – hann var duglegur.“
Dzhúgasvili mun dregið af ‚dzhúk‘ á ossetísku sem þýðir ‚hjörð, búfé‘ (líklega
komið úr persnesku). Urðum við ásáttir um að láta Stalín heita „Bølingsrud“ á
norsku, Jósef Hjarðfells á íslensku.
Friðrik hafði mikinn áhuga á franskri tungu og Frakklandi. Í París uppgötvaði
hann „Rue de St. Torlac“ og þótti fróðlegt að heilagur Þorlákur skildi eiga götu í
nánd við Montmartre. Þá fræddi hann mig á því að íslenskur stúdent í París hefði
átt mjög vingott við Farah Diba áður en hún tók saman við Muhammad Reza
Pahlavi Íranskeisara. Ekki veit ég hvaðan honum kom sú vitneskja.