Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 87
A f O s s e t u m o g G e o r g í u m ö n n u m
TMM 2006 · 2 87
Friðrik dvaldist mest í Suður-Ossetíu, m.a. í Gori, ættborg Stalíns. Hann sagði
Suður-Osseta áhugasamari um varðveislu eigin tungu og menningar en landa
þeirra norðan fjalla, þótt þeir séu fjölmennari. – Í Vladikavkaz (áður Ordzhon-
kidze) er þó útibú frá rússnesku vísindaakademíunni sem fæst við skýþísk/alönsk
fræði. Ber stofnunin heiti Abajevs góðvinar Friðriks sem hann getur um í bréfi
sínu.
Gert í Ósló í janúar 2006.
Helgi Haraldsson
Kæri Einar.
Ég þakka þér bréfið sem ég fékk um daginn.
Ég var eitthvað 3–4 mánuði í Tskinvalí, höfuðstaðnum í Suður-Osse-
tíu, sumarið 1969 og kom þangað oft annars þetta ár sem ég bjó í Tvílýsi;
auk þess kyntist ég mörgu ossetísku fólki í Tvílýsi. Ýmisleg óhöpp urðu
til þess að ég komst ekki til Norður-Ossetíu fyr en seint og síðarmeir; þó
var ég í Ordjoníkídze eitthvað vikutíma og átti marga ánægjustund með
málfræðingum á vísindaakademíu bæjarins (hann heitir reyndar Dzau-
djyqau á máli landsmanna sjálfra, enda nefna þeir hann aldrei annað;
Ordjoníkídze-nafninu hefur verið troðið upp á þá eitthvað tvisvar sinn-
um og var þó tekið af aftur um tíma; Dzauag virðist hafa verið alanskur
eða skýtneskur fornkappi – nafnið er til í fornum skýtneskum áletrun-
um; þetta örnefnahringl í Sofétríkjunum hefur mér einlægt fundizt leið-
inlegt). Ekki hitti ég þar neina kunningja þína, en á vísindastofnuninni
sunnanfjalls var maður sem kannaðist við þig, Júra Gagloéf (Gagloity
Júra; heima fyrir eru rússnesku nafnmyndirnar aldrei hafðar), sagn-
fræðingur og góður kunningi minn. Abaéf – eða Abaity Vaso eins og
hann reyndar heitir – var stuttan tíma í Tskinvalí samtímis mér, auk
þess heimsótti ég hann einhvern tíma í Moskvu, honum varð vitaskuld
tíðrætt um þig. Mér féll vel við hann, enda er þetta geðfelldur maður, en
nokkuð merktur af sjúkleikum og þá ekki síður erfiðum tímum, ákaf-
lega íhaldsamur eins og þeir fleiri frændur, í aðra röndina hálfgerður
sofétpatríót, eitthvað uppsigað við yngri kynslóðina og ýmsar nýjungar
í fræðunum og hefur átt í sennum þessvegna, stundum eilítið barna-
legum; en það var enginn leikur að vera málfræðingur í Sofétríkjunum
á árunum milli 1930–50. Í Ossetíu er hann fremur talinn með goðum en
mönnum.
Svolítinn slitring lærði ég í málinu á þessu ári sem ég hafði það nærri
mér, þó ekki tali ég það vel. Ég kyntist fjölda fólks og var alstaðar tekið
með kostum og kynjum; því hvorttveggja er að almenningur er hér afar
gestrisinn, svo oft stappar nærri vandræðum, enda hafa útlenzkir gestir