Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 88
F r i ð r i k Þ ó r ð a r s o n
88 TMM 2006 · 2
verið heldur sjaldséðnir þar um sveitir, ekki sízt þeir sem komnir eru
gagngert til að læra af þeim málið. Sunnanfjalls eru Ossetar heldur fyrir-
litnir og þústaðir af Georgíumönnum, taldir hálfgert lúmpenpróletaríat,
drykkfeldir afdalabændur og lítilfjörlegir; þessi skoðun er ekki ólík því
sem lesa má hjá Lérmontof og öðrum rússneskum höfundum í fyrri
daga. Mér kom þetta fólk vel fyrir sjónir, það er myndarlegt, hlýlegt og
kurteislegt í viðmóti og afar frjálslegt í framkomu; þýlyndi eins og víða
er hjá alþýðu bæði í Tyrklandi og Persíu varð ég hvergi var við í Káka-
suslöndum. Ossetar eru ákaflega þjóðræknir, stundum svo að gengur
firrum næst, og þetta sést ekki sízt af bókmentum þeirra sem af þessu fá
einatt á sig hálfpróvinsíelan svip. En svona er þetta hjá öðrum Kákasus-
þjóðum, og einlægt beinir þessi þjóðernisstefna broddunum að ein-
hverjum nágrannanna, hjá Georgíumönnum til að mynda móti Rússum
og þó einkanlega Ermlendingum; norðanfjalls virtist mörgu ossetisku
fólki vera uppsigað við Ingúsa og Téténa, nágranna landsins að austan-
verðu; í suðri var góður siður að hnjóða í Georgíumenn. Mest furðaði ég
mig á því að jafnvel mentuðu fólki virtist vera alvara með þetta; fyrir
útlending (Rússa líka) er þetta ekki annað en leiðindi.
Ekki er alténd gott að segja hvað lifir enn af fornum siðum, eða hvað
er vakið upp af rómantískum sálum eða í því treint lífið. En vitaskuld
gengur alt sinn gang í Kákasusfjöllum eins og annarsstaðar. Gömlu
þorpin, víggirt með varðturnunum fallegu, sá ég nú hvergi sunnanfjalls;
hvarvetna var verið að smíða ný hús út um sveitir, ugglaust betri og
heilsusamlegri en þau gömlu voru, en áreiðanlega hvorki ossetisk né
georgisk, heldur einna áþekkust dönskum smáborgaravillum í úthverf-
um Kaupmannahafnar; en fólk lifir ekki lífi sínu fyrir sunnan fjallið
Kákasus til þess að þekkjast rómantískum flækingum. Auðvitað er nú
flest fólk í þessum sveitum tvítyngt, margir ugglaust þrítyngdir, og tala
bæði rússnesku og georgisku jöfnum höndum og ossetisku; gamlir
menn voru þó víða ómæltir á rússnesku. Unglingar virtust oft gera sér
leik að því að tala vonda georgisku (í Georgíu er títt að fólk temji sér
vonda rússnesku; en að vísu eru málin svo ólík að þetta er mjög auðvelt).
Í Ordjoníkídze ofbauð mér hve allt var rússneskt; jafnvel kunningjar
mínir á vísindaakademíunni töluðu saman á rússnesku (en ossetisku við
mig til hátíðabrigðis), allt ossetiskt fólk og ákaflega þjóðrækið. Ef þetta
heldur áfram tvær þrjár kynslóðir, þá horfir ekki vænlega um málið á
komandi tímum; að vísu hlýtur að vera betur ástatt útum sveitir.
Sunnanfjalls þykir mér líklegt að Ossetar haldi sínu fyrir Georgíu-
mönnum enn um langan aldur; Rússar eru þar fjarkomnari en þeir eru
norðanfjalls og til þess að gera fámennir bæði í kauptúnum og sveita-