Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 90
F r i ð r i k Þ ó r ð a r s o n
90 TMM 2006 · 2
bókmentirnar og þessi mikla nasjónalrómantík sem alstaðar er, og þetta
á einkanlega við gamla og stórláta menningarþjóð eins og Georgíumenn;
Sofétríkin og bolsivisminn verða orðin að neðanmálsgrein í mannkyns-
sögunni áður en þeir eru allir. Alt fyrir það eru rússnesku áhrifin ment-
uðu fólki í Georgíu mikið raunaefni, og þau hafa alið af sér mikla beiskju
í garð Rússa og sofétstjórnarinnar, þó ekki dragi allir sömu pólitísku
ályktanir af því; hér við bætist svo það, að sofétstjórnin var sett á lagg-
irnar í Georgíu með yfrið óblíðum aðgerðum (þeir atburðir ollu öðru
fremur vinslitum þeirra Stalíns og Léníns), og á því getur varla verið
mikill vafi að almenningur hefur yfirleitt verið á bandi mensévíka þau
ár sem þeir sátu að völdum (um þá má að vísu segja mart ófagurt). Og
þó landið sé á margan hátt sjálfstætt, þá verður þó fjárhagurinn og
atvinnulífið að lúta alsherjarstjórninni í Moskvu og þörfum alríkisins;
en þeir moskóvítar eru mjög aðgætnir í því að lýðveldin verði ekki sjálf-
ráð í efnahagsmálum; og hálf finst manni þá að klipið sé af sjálfstæðinu,
þó skáldin fái átölulaust að yrkja um blómin og sólina og garpa þá sem
lifðu í forneskju. Og stundum er ég hræddur um að mönnum af þessari
drambsömu þjóð, einhverri mentuðustu og tiginmannlegustu þjóð á
jarðríki, renni í skap að vita sér ruglað saman við Rússa eða taldir með
rússneskum afdalabændum.
Nú þótti mér á margan hátt vænt um þennan mikla nasjónalisma í
Georgíu; hann eflir í þeim ræktarsemi og brýnir fyrir þeim samhengið í
sögu þjóðarinnar, tengslin milli þess sem nú er og liðins tíma og þar með
díalektíkina í tilverunni, og kennir þeim að unna þessu sérstaka og ein-
stæða; mér, nýkomnum vestan úr Evrópu eins og hún er nú að verða, varð
það blátt áfram endurvakning að kynnast þessari ídelistisku þjóð: það
tekur því þá kanski að basla við að vera einstaklingur. Og mikið lifandis
skelfing þótti mér vænt um að mega búa í landi þar sem enginn maður
virtist hafa áhuga á því að græða peninga; aldrei heyrði ég á það minst
hvað mætti hafa mikið upp úr hinu eða þessu; orðið spekúlant er eitt
mesta skammaryrði sem þarlendur maður getur tekið sér í munn; georg-
isk kenslukona mín sagði mér mjög hróðug að þar í landi hefði aldrei
verið til kapítalistar: svo miklir lánsmenn höfum vér alténd verið. Á
Íslandi var einlægt verið að klifa á því þegar ég var að alast upp, að mönn-
unum væri konkúrrensi í blóð borið, það riði á að vera duglegur (að kom-
ast yfir eignir; aðrar merkingar hefur þetta orð ekki haft í málinu) og
komast áfram hvað sem öðru fólki liði, og þetta átti að vera sjálft grund-
vallaraflið í heimsmíðinni. Og þó ég hafi að vísu trúað þessu nauðugur,
þá þorði ég þó aldrei að halda öðru fram. En nú er ég einn dag kominn
suður yfir fjallið Kákasus, og alt sem mér hefur verið kent er orðið að