Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 91
A f O s s e t u m o g G e o r g í u m ö n n u m
TMM 2006 · 2 91
helberri vitleysu. Fáðu okkur nóg að bíta og brenna og svo við höfum til
skæðis og klæðis og almenn þægindi hversdagslegs lífs, en taktu frá
okkur konkúrrensið og tækifærið til að græða peninga, og við erum þá
líklega öll ídealistar í þeli niðri og langar aðeins til að skapa eitthvað sem
er fallegt og mikið. Nú færi ég þetta kanski eitthvað í stýlinn en hvað sem
því líður, þá hef ég hvergi verið þar sem fólk lét sér jafnant um hin koll-
ektífu verðmæti, alt þetta sem gerir einstaklinginn að eilífðarveru af því
það bindur hann við náunga hans og við liðinn og ókominn tíma, skapar
honum eitthvert samhengi og þar með ætlun og meiningu í tilverunni.
Nú, einhver myndi nú líklega hafa í flimtingum þetta rómantiska
bland mitt af kommúnisma og tradisjónalisma (þó þeir Marx og Lénín
hefðu ekki gert það), og alténd er það útúrdúr við meginmálið, vini þína
á Ossetalandi. En það er ekki kyn þó okkur verði tíðhugsað um þjóð-
ernismálin, sem eitthvað erum að rísla okkur við málfræðigrúsk; hver
lítil þjóð sem hverfur er jafnóbætanlegt tjón og væri Péturskirkjan í
Róm sprengd í loft upp; lítill hreppur sem fer í auðn og sveitin flyzt á
mölina og hættir að vera þetta eina og sérstaka sem engir aðrir eru, og
það er eins og hnífur standi í gegnum mig. En vitaskuld er ekki fyrir það
að synja að margir óþýðir strengir eru í nasjónalisma Georgíumanna og
ugglaust annarra þjóða í Sofétríkjunum, og sumir hlálegir stundum, og
einatt varð mér hugsað til okkar gömlu landvarnarmanna sem fæstir sáu
annað en formlegu hliðina á sjálfstæðinu: er það ekki grátbrosleg tilvilj-
un að við skyldum missa sjálfstæðið einmitt um það leyti sem við vorum
að skilja við Dani? Og þegar öllu er á botninn hvolft hefur ríkjasam-
bandið við Rússland forðað því að Georgíumenn yrðu upprættir. Stund-
um vantar nasjónalismann líka alla sócíala stefnu (þetta á við alla þessa
þjóðernisflokka í austurlöndum), og hann endar í tómu afturhaldi eða
skringilegheitum; mikið gat fólk svermað fyrir býsönskum kirkjum og
fornum konungum, og það í landi þar sem þjóðin hefur síðan í fornöld
verið orðlögð fyrir að vera beggja handa járn í trúmálum, en konung
hafa þeir ekki haft síðan um aldamótin fyrri; en mart fullið hef ég orðið
að tæma til heiðurs þessum uppdiktaða konungi þeirra. Líklega hefur
Stalín gengið þeim í konungsstað, enda tigna þeir hann enn goðum
meira, a.m.k. almúgafólk, þó mentaðir menn sé kanski eitthvað tómlát-
ari um það helgihald sumir hverjir. Á meðan ég var í Ossetíu var aðal-
gatan í Tskinvalí skírð upp aftur og nefnd Stalínsgata; fótstallurinn þar
sem Stalínslíkneskjan stóð fyrir framan leikhúsið er enn óhreyfður,
blómum prýddur, og bíður þess augsýnilega að líkneskjan verði reist við
á nýjaleik; líkneskja Léníns stendur útí mýri. Eitt kvöld var ég í leikhús-
inu sem oftar; leikurinn gerðist í borgarastyrjöldinni eins og einatt er