Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 93
A f O s s e t u m o g G e o r g í u m ö n n u m
TMM 2006 · 2 93
Aftur á móti er fráleitt að sagan af Baldri og Loka sé fengin að láni úr
alönskum fræðum; hún hlýtur að vera ævaforn á Norðurlöndum, og
eins er um Soslan-sagnirnar ossetisku, þær eru ugglaust af gömlum
írönskum og skýþneskum stofni; auk þess flytjast ekki heil trúarbrögð
milli þjóða eins og skáldskapur og sagnaminni.
Ossetar þeir sem nú búa í Kákasusfjöllum eru auk þess ekki komnir af
kynkvíslum sem sátu við Don, heldur öðrum miklu sunnar og austar.
Þetta verður að ætla bæði af almennum sagnfræðislegum röksemdum
og eins hinu að í ossetisku verður ekki með vissu bent á nein gotnesk
tökuorð; þau geta a.m.k. ekki verið mörg og þá líklega ekki annað en
flökkuorð af steppunni. Þar er að vísu ekki mikið að marka hvað mér
finst; en þjóðlegir fornir siðir í Alanaskarði held ég sé því mjög ólíkir
sem við eigum að venjast hér norður með ströndum Atlantshafs; og þó
hvorumtveggja, Ossetum og norrænum mönnum, hætti til að sletta í sig
allhraustlega þá þeir gera sér dagamun, þá þurfa þeir ekki að sækja það
til garpa Jörmunrekks; og reyndar er furða hvað hægt er að hafa við þetta
miklar tilbreytingar. Blærinn á Nart-sögum Osseta er allur annar en er
á fornum kvæðum norrænum, en að vísu eru þau ort af skáldum, en sög-
urnar mæltar af munni fram og sameign alþýðunnar. Því meira sem ég
les af þessum ossetisku og skýþnesku fræðum, því færra finn ég sam-
eiginlegt með þeim og vorum fræðum. En auðvitað væri yfrið fróðlegt
að taka fyrir sagnaminni og þvíumlíkt í fornum kveðskap germönskum,
enskum, þýskum og norrænum, og huga að því hvort eitthvað af þeim
kynni að vera þegið frá steppuþjóðunum, írönskum þjóðum eða Sirk-
össum eða finsk-úgriskum þjóðum; og svo á hinn veginn. En hvað getur
maður gert sér von um að finna nema handfylli sína af einstökum minn-
um, og þau sanna það eitt sem maður vissi fyrir, að einhvern tíma hefur
svolítill kútur úr Gotabygðum stolizt á flatbytnu austur yfir Don til að
hjala við eina af þessum fallegu stúlkum sem maður nú sér suður í fjöll-
unum, á meðan sólin var að setjast vestur í Mæjótisflæjum, þessum und-
ursamlega flóa sem enginn veit hvort heldur er mýri, stöðuvatn eða
úthafið sjálft; kanski eignuðust þau tvo syni, og er Jósep heitinn Djúgas-
víli kominn út af öðrum, en þú og ég út af hinum. Um þetta alt var ég að
hugsa þegar ég ók þar norður um nú í haust eð leið.
Þetta er nú orðið meira mál en ég ætlaði mér í öndverðu; ég vona þú
virðir mér til vorkunnar skrafhreyfnina.
Vertu svo blessaður og sæll.
Þinn einlægur
Friðrik Þórðarson