Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 98
S t e l l a S o f f í a J ó h a n n e s d ó t t i r
98 TMM 2006 · 2
Halldóra getur ekki sagt barninu frá formæðrum sínum því hún á engar
minningar um þær. Til þess að barnið upplifi ekki það sama seinna meir
ákveður hún að segja frá sjálfri sér og þeim sem hún umgekkst mest,
konum sem ekki mega verða gleymskunni að bráð. Jafnframt kemur
hún í veg fyrir að æska hennar sjálfrar glatist um aldur og ævi.
Sagan er mælt af munni fram eins og þula og kemur það vel fram í
formgerðinni, því bókin geymir fjórtán fremur stuttar frásagnir. Í þul-
um skiptir orðanna hljóðan og hrynjandi miklu máli og hefur Halldóra
gott vald á hvorutveggja, kaflaskiptin og framgangur sögunnar eru
alveg eðlileg miðað við mælt mál.
Sagan er brotakennd og kaflarnir ráðast af minni Halldóru og hug-
renningatengslum fremur en nákvæmri tímaröð atburða. Bent hefur
verið á að kvenleg tímaskynjun sé ólík tímaskynjun karla. Tími karl-
manna er hinn ráðandi tími í samfélaginu og hann einkennist af ákveðn-
um áföngum og tímasetningum (Helga Kress 1988: 78). Kvenlegur tími
ræðst hins vegar af hringrás náttúrunnar fremur en klukkunni og árs-
tíðirnar og sólargangurinn skipa stærra hlutverk en staða stóra og litla
vísis. Í sögunni verður barnahópurinn var við framgang tímans eftir því
hvaða verk þarf að vinna á bænum og hvaða leikir fylgja árstíðunum.
Tíminn líður hratt ef það er gaman, en hægt ef það er leiðinlegt.
Klukkan skiptir sérlega litlu máli í huga barnanna sem vita að hún er
hvort sem er ekki rétt og því engin ástæða til að vera of bundinn af
henni: „Þau voru orðin það vel að sér, að þau vissu, að klukkan hjá þeim
var einum tíma á undan símaklukkunni“ (EL: 132). Öðrum finnst
klukkan afar mikilvæg, sérstaklega heimilisföðurnum sem notar hana
jafnvel sem valdatæki til að koma krakkahópnum á fætur á morgnana.
Þegar klukkan er orðin of margt að hans mati þýðir ekkert að hreyfa
mótmælum því allir eru þegnar litla vísisins og settir undir vald Föð-
urins: „Þið sofnið ekki aftur, krakkar! Klukkan er víst langt gengin sjö,
bráðum farin að ganga átta“ (EL: 132).
Sjálfsmynd og samsömun –
Þykjastmenn og kvennahópar
Myndin sem birtist af stúlkunni Halldóru í Eitt er það land sýnir að hún
lítur á sig sem hluta af hópi. Í byrjun bókarinnar, þegar hún ákveður að
segja barninu sögu sína, skilgreinir hún sig með formæðrunum en mest
samsamar hún sig þó barnahópnum sem oft á tíðum er eins og einn ein-
staklingur.