Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 99
S a g a s e m e r e n g i n s a g a
TMM 2006 · 2 99
Í æsku er sjálfsmynd Halldóru samofin sjálfsmynd annarra Þykjast-
manna og saman mynda þeir ættbálk sem býr í Þykjastmannalandi.
Landinu er lýst svo:
Eitt er það land, sem er öllum löndum merkilegra. Það er landið, sem hvergi er
til. Og þó er þetta land hvar sem maður óskar og hvernig sem maður vill að það
sé. Það getur verið gott land eða vont, stórt eða lítið, fjarlægt eða nálægt, gætt
öllum kostum sem land geta prýtt. Fer það allt eftir því hve miklir kunnáttu-
menn búa þar, og hverjar kröfur þeir gera til landsins, sem þeir búa í. (EL: 27)
Landið þeirra er betra en önnur lönd því íbúarnir eru tiltölulega frjálsir
og enginn setur þeim reglur, nema þá þeir sjálfir. Þykjastmenn eru
frjálsir innan síns svæðis og aðrir hafa ekki greiðan aðgang að því þótt
þeim sé alls ekki meinaður aðgangur að landinu. Minnir Þykjastmanna-
landið óneitanlega á hið villta svæði Ardeners sem þaggaðir hópar hafa
aðgang að en aðrir ekki (Shoewalter 2002: 153). Konurnar á heimilinu
virðast til dæmis heimsækja bú Þykjastmanna stöku sinnum en það gera
karlmennirnir aldrei. Gestir af öðrum bæjum leggja líka leið sína stund-
um í Þykjastmannalandið, en þeir tilheyra öðru samfélagi en heimilis-
fólkið og geta þar af leiðandi farið frjálsir á milli.
Þykjastmenn hafa aðgang að svæðum Alvörufólks þótt ekki njóti þeir
fullrar viðurkenningar eða fulls réttar þar og „eru […] ofurseldir þeim
álögum, að hvenær sem Alvörufólkið kallar á þá, verða þeir að hlýða
tafarlaust“ (EL: 28). Þykjastmenn eru þannig úti á jaðrinum í heimi
Alvörufólks.
Börnin þykjast vita að þau séu öðruvísi en ætlast er til, þeim tekst ekki
að laga sig að þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um hegðun og slíkt,
og finnst þau vera á skjön við samfélagið í kringum sig. Þau eru ekki
eins og góðu börnin sem lesa má um í ævintýrunum, sífellt er verið að
skamma þau fyrir að óhreinka sig og bleyta sig í fæturna. Þau búa til
Þykjastmannalandið sem flóttaleið frá raunveruleikanum og það verður
þeim skjól, þar þurfa þau ekki að bera sig saman við önnur og þægari
börn. Engu að síður þurfa Þykjastmenn að þola að talað sé niður til
þeirra, en það gerist eingöngu á svæðum Alvörufólksins, og finnst
Þykjastmönnum heldur illa farið með sig:
Það var víst í þessum töðugjöldum, sem það rann upp fyrir þeim hvað þeir voru
umkomulausir. Allir gátu leyft sér að tala illa um Þykjastmenn og skamma þá,
þótt þeir væru viðstaddir og máttu helst aldrei bera hönd fyrir höfuð sér, hvað
sem við þá var sagt. Alvörufólkið var aldrei sneypt svona. (EL: 45)
Öfugt við það sem gengur og gerist hjá Alvörufólkinu ríkir yfirleitt jafn-
rétti hjá Þykjastmönnum. Stelpur og strákar eru jafnrétthá í Þykjast-