Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 100
S t e l l a S o f f í a J ó h a n n e s d ó t t i r
100 TMM 2006 · 2
mannalandi og geta stelpurnar verið landeigendur eða búmenn líkt og
strákarnir, þær temja skepnur sínar sjálfar, fara í ferðir og smölun og
heita líka strákanöfnum ef þeim sýnist. Ekki er gerður greinarmunur á
kynjum heldur eru öll börnin Þykjastmenn; í Þykjastmannalandi
„heyrðist aldrei talað um þykjaststelpur“ (EL: 99). Það er greinilegt hvað
var efst á óskalistanum hjá Halldóru í æsku.
Þrátt fyrir jafnréttið velja Þykjastmenn sér leiðtoga úr hópnum og
athyglisvert er að sjá hvaða ástæður eru gefnar fyrir valinu. Pési er ann-
ars vegar valinn vegna þess að hann er elstur systkinanna og hins vegar
vegna þess að hann kann á klukku. Fyrir börnunum er klukkan tákn um
vald Föðurins sem þau þekkja svo vel frá þeim morgnum þegar þau vilja
helst kúra lengur og undir þetta vald geta þau ekki annað en beygt sig.
Kynjahlutverkin eru öllu stífari í raunheimum hjá Alvörufólkinu.
Stelpurnar hafa ekki sömu tækifæri og strákarnir, oft verða þær að láta
sér nægja að sitja heima á meðan „strákarnir ærslast úti eins og bestíur“
(EL: 96). Orðalagið er greinilega ekki komið frá Halldóru sjálfri heldur
lært, enda lýsir það leikjum drengjanna á neikvæðan hátt. Það mætti
hugsa sér að Alvörukonurnar segi þetta við Halldóru til þess að reyna að
fá hana til að hætta að sýta örlög sín. Orðalagið er komið frá þeim sem
eru löngu búnar að sætta sig við orðinn hlut eða orðnar þreyttar á að
reyna að rétta hag sinn.
Halldóra sættir sig þó aðeins við þetta hlutskipti á yfirborðinu. Hún
notar tækifærið þegar enginn sér til og gerir uppreisn með því að stelast
í strákaleiki. Hún getur enn farið á milli hlutverka þar sem hún er á
milli tveggja hópa, en hún þarf að fela eðli sitt og stelast til að gera það
sem hún þráir með því að laumast út í skjóli nætur. Hún harmar hlut-
skipti sitt þegar vorið kemur því hún missir af skemmtilegasta tíma árs-
ins. Náttúran fær frelsi undan vetri og snjóþunga en hún heldur áfram
að vera fangi kynbundinna hlutverka.
Þegar Halldóra stækkar verður hún samstundis lélegri en þeir sem
hún samsamar sig mest. Hún er bara stelpa og getur þar af leiðandi ekki
farið í leiðangra eða unnið í heyinu líkt og strákarnir og ekki getur hún
unnið eins hratt og hinar konurnar. Hún er afgangsstærð á heimilinu,
passar hvorki í hlutverk né flokk og finnst sem hún sé sett í verk sem
hinir eru of góðir til að sinna. En það þarf ekki alltaf að vera slæmt því
eitt sinn er hún send til Afa að fá lánaðan hnakk: „Og nú sannaðist það
sem oftar að það getur verið happ að vera lélegri en aðrir“ (EL: 113).
Í sendiferðinni á Afabæ er Halldóra ekki frjáls þótt hún komist að
heiman í smástund. Hún hefur ekki vald til þess að tala sjálf því áður en
hún leggur af stað segir Pabbi henni nákvæmlega hvað hún á að segja og