Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 101
S a g a s e m e r e n g i n s a g a
TMM 2006 · 2 101
í hvaða röð. Á leiðinni til Afa reynir Halldóra að muna hvaða orð henni
voru lögð í munn:
Pabbi lagði henni lífsreglurnar og sagði henni nákvæmlega, hvernig hún ætti
að haga orðum sínum við Afa. Muna eftir að heilsa honum áður en hún bæri
upp erindið og skila kveðju heimanað. Svo átti hún að láta íþróttamótið berast í
tal, en fara sér að engu óðslega. Spyrja hvort margt ætli að fara þaðan, og hvort
hann ætli sjálfur. (EL: 114)
Pabba finnst þetta ósköp einfalt en Halldóra er ekki sammála. Hún
hefur þó ekki hátt um það: „Það var víst best fyrir hana að reyna að
leyna því að hún var svona miklu heimskari en aðrir, að finnast þetta
vandaverk. Annars gæti farið svo, að hún yrði látin raka, eða snúast
heima, meðan aðrir færu svona skemmtiferðir“ (EL: 115). Í þessari frá-
sögn sést vel hversu skemmtilegur sögumaður Halldóra er, og næmur.
Henni tekst að lýsa á gamansaman hátt þeirri tilfinningu sem margir
kannast við, að finnast maður vera lélegri en allir hinir, þó án þess að
gera á nokkurn hátt lítið úr þessari tilfinningu. Þótt Halldóru finnist
leiðinlegt að vera sett í önnur verk er svo miklu skemmtilegra að fara í
heimsókn á annan bæ og dvelja þar í heilan dag heldur en að vera heima.
Dagurinn verður því að ævintýri í huga stúlkunnar, hún fær að reyna
eitthvað nýtt og spennandi, og tilfinningin sem gerði vart við sig um
morguninn hverfur fljótlega.
Sú sem Halldóra samsamar sig hvað mest er vinnukonan Bína. Í
fyrsta kafla bókarinnar, þegar Halldóra skýrir tilurð frásagnarinnar,
„fellur einna skærust birta yfir svip þeirra gömlu vinnuhjúanna, sem
fundu hamingju sína mesta í því að elska og annast annara börn […]“
(EL: 9). Skýrust er minningin um Bínu sem finnst hún „sosum ekki vera
neitt“ (EL: 9), engu að síður þráir barnið mest að líkjast henni.
Bína er ólæs en hefur þó fullt vald á tungumálinu. Hún þorir að segja
það sem henni býr í brjósti og reynir oft að vernda krakkana þótt rödd
hennar megi sín lítils gagnvart húsbóndanum. Þegar Pabbi rekur börnin
á fætur með því að beita klukkunni á þau heyrist lágt í Bínu: „Mikil
yfirtaks vitleysa […]“ (EL: 131). Hún er gætin í orðavali „því hún var
dyggðahjú og vildi engan styggja“ (EL: 131).
Konur líta gjarnan á sig sem hluta af stærri heild (Friedman 1988: 34).
Þær geta engu að síður sagt sögu sína og sinna nánustu, en margar
kenningar karla um sjálfsævisögur gera ráð fyrir því að einstaklingur-
inn þurfi að vera vel afmarkaður frá öðrum til þess að geta það. Þessar
kenningar eru þá ekki algildar.