Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 110
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
110 TMM 2006 · 2
útkomu. En þegar þetta er ritað hafa ráðamenn þjóðarinnar enn ekki svarað
áskorun hennar um umræðu og aðgerðir.
Þórarinn Guðmundsson sendi TMM ljóðabókina Dans við geisla, sína
tíundu á tíu árum. Þetta er efnismikil bók í þremur hlutum þar sem höfundur
leitast við að tefja hraðferð tímans og fanga hamingjuna andartak í ljóðum sem
gætu orðið „bestu félagarnir / í tjá-flóði / dægranna“ (14). Í tilefni árstímans
birtist hér „Maínótt“ úr bókinni (37):
Maínótt á marga töfra
mjúka öldu á fjörusteini
ljósablik í lækjarfossi
létta vængi yfir sænum
silungslontu er létt í hyljum
lætur smátt um heimsins amstur.
Hvílík furða ef þú ekki
eignast vorskip hlaðið perlum.
Frá Þýskalandi barst með vorskipum þykkt og mikið hefti af die horen, tímariti
um bókmenntir, listir og gagnrýni, sem að hluta er helgað nýjum íslenskum
skáldskap – og ekki í fyrsta skipti. Þarna eru birtir textar eftir þrettán íslensk
skáld auk viðtals við Sjón sem Sabine Barth tók. Skáldin sem eiga efni eru Sjón,
Baldur Óskarsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Einar Ólafsson, Óskar Árni Óskars-
son, Hallgerður Gísladóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Krist-
ín Ómarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Steinar Bragi, Guðrún Eva Mín-
ervudóttir og Kristín Eiríksdóttir. Skáldin völdu sjálf efnið sem þýtt var eftir
þau, en allt hefur það birst áður á íslensku utan ljóðin sjö eftir Lindu, þau birt-
ast þarna í fyrsta sinn. Þýðendur eru Jón B. Atlason, Alexander Sitzmann,
Wolfgang Schiffer og Franz Gíslason sem lést skyndilega í lok apríl. Þetta er
fyrsta hefti ársins 2006 og þar er mikið annað efni sem forvitnilegt er að lesa.
Vefsíða tímaritsins er www.die-horen.de.
Nýjasta heftið af Jóni á Bægisá, tímariti þýðenda, hefur H.C. Andersen, líf
hans og verk, að þema. Meðal annars fjallar Hildur Halldórsdóttir um tengsl
Jónasar Hallgrímssonar og Andersens og Jónína Óskarsdóttir tekur stikkpruf-
ur úr þýðingum á verkum hans á íslensku. Þeirri grein er svarað sérstaklega á
öðrum stað í þessu hefti. Svo eru nokkrar áður óbirtar þýðingar á ævintýrum
eftir Andersen. Talandi um ævintýraskáldið er rétt að minna á gullfallega bók
sem kom út fyrir jól og heitir Skáldlegur barnshugur (Mál og menning), hún
geymir frægan ritdóm Gríms Thomsens um ævintýri Andersens og greinar
eftir Kristján Jóhann Jónsson, Vigdísi Finnbogadóttur og Einar Má Guð-
mundsson, allt saman bæði á dönsku og íslensku.
Þemað í nýjasta Hug, tímariti um heimspeki, er franski heimspekingurinn
Jacques Derrida. Þar er birt eftir hann greinin „„Tilurð og formgerð“ og fyrir-
bærafræðin“ í þýðingu Egils Arnarsonar, auk þess skrifa um hann þeir Björn