Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 114
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
114 TMM 2006 · 2
kvaddur daginn fyrir verðlaunaaf-
hendinguna, 1. febrúar. Það sló óneit-
anlega ansi rækilega á gleði okkar á
þessum tímamótum.
Gylfi kom fremur seint að vinnunni
við Kjarvalsbók þó að hann væri með
í ráðum frá upphafi. Kaflinn hans
um teiknarann Kjarval er ekki langur
en glöggur og einstaklega skemmti-
legur eins og von var. Gylfi hafði
stúderað teikningar meistarans lengi
og leiðir okkur inn í list þeirra af
þeirri skynsamlegu smekkvísi sem
var aðalsmerki hans. Hann var fædd-
ur fræðari eins og best kom í ljós í
þáttum hans um myndlist í sjónvarpi
og jafnvel útvarpi, svo vel sagði hann
frá þar að manni fannst maður hafa
sjálfur séð það sem hann lýsti. Svo var
Gylfi auðvitað snilldarteiknari, verst að hann skyldi ekki myndskreyta fleiri
bækur en hann gerði.
Útför Gylfa í Neskirkju var fögur og skemmtileg, þar sungu bæði Andrea
Gylfadóttir og Megas og djassband lék við erfisdrykkjuna. Um hann voru
skrifaðar fjölmargar minningargreinar. Eina þeirra skrifar ungur góðvinur
hans, Gunnar Þorri Pétursson, og lýsir Gylfa svo eftirminnilega að freistandi
er að vitna í hann. Þar segir m.a. frá tónleikum með Megasi sem þeir sóttu
saman, og tappaði Gylfi reglulega „af sinni einstöku athyglisgáfu í eyra mitt,“
segir Gunnar. „Og hvílík rödd! Málrómurinn hrjúfur og blautur en bjó jafn-
framt yfir blíðu sem gekk einhvern veginn þvert á groddalega andlitsdrættina.
Margsinnis gerðist það að ég datt út úr samræðum á Mokka eða hætti dagbók-
arskrifum við það eitt að heyra þennan mann tala. Við erum ófá sem nögum
okkur í handarbakið yfir öllum sögunum sem hurfu með Gylfa Gíslasyni.“
(Mbl. 15.2. 2006, bls. 30.)
Það er mikill missir að svipsterkum samtímamanni sem fer svo skyndilega
og löngu fyrir aldur fram. En eins og Gunnar lýsir svo fallega í lok greinar
sinnar þá var það einmitt háttur Gylfa að stinga af „á meðan galdurinn er allur
enn í loftinu“.
Tröllkonurnar í Næfurholtsfjalli og
Búrfelli hrella Gissur á Lækjarbotnum.
Mynd Gylfa Gíslasonar við söguna í
Tíu þjóðsögur 2 (Helgafell 1973).