Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 119
M y n d l i s t
TMM 2006 · 2 119
framt eitt það best heppnaða er þó
líklega Zen TV, þar hefur myndin
verið dregin saman í eina lárétta línu
sem áhorfendur sjá lóðrétt þar sem
tækinu er stillt upp á rönd.
Hugleiðslu- og
mónumental vídeó
Paik hélt áfram að fást við gjörninga
eftir að hann fékk áhuga á vídeó, en
eftir því sem lengra leið á sjöunda
áratuginn öðlaðist það sífellt meira
vægi í listsköpun hans. Í fyrstu hélt
hann áfram að leika sér með vídeó-
merkið í verkum eins og Magnet TV
frá 1965 þar sem hann notar segul til
að afbaka myndina og búa til raf-
eindamynstur. Í framhaldi af TV Bra
gerði Paik annað verk fyrir Moorman árið 1971 sem hann kallar TV Cello en
það samanstendur af þremur misstórum sjónvarpstækjum í plexiglerkassa
sem eru tengd við sellóstrengina sem höfðu áhrif á myndina í tækinu þegar
Moorman lék á hljóðfærið. Bæði þessi verk eru í dag sýnd sem skúlptúrar og
virðast helst til dapurleg án Moorman. Hún kemur þó fram í myndbandinu
Global Groove frá 1973 þar sem Paik skeytir saman myndskeiðum af tónlist
og dansatriðum listamanna og úr fræðsluþáttum í einskonar fagnaðaróð til
heimsþorpsins sem hann taldi líkt og McLuhan að væri að myndast fyrir til-
stilli rafrænna miðla.
Eitt af sjónrænum einkennum Global Groove myndbandsins eru litbland-
aðar myndir af tónlistar- og dansatriðum. Þau áhrif kallaði Paik fram með því
að nota myndgervil sem hann smíðaði í samvinnu við verkfræðinginn Shuya
Abe, og leikur myndgervillinn nokkuð stórt hlutverk í fjölmörgum verkum frá
þessum tíma. Eitt eftirminnilegasta verk Paiks frá áttunda áratugnum er þó
innsetningin af TV Buddha frá 1974 þar sem styttu af Búdda er stillt upp fyrir
framan sjónvarptæki og vídeómyndavél. Myndavélin tekur mynd af Búddan-
um sem virðist vera að horfa á lifandi mynd af sjálfum sér í tækinu. Í þessu
verki er hugleiðsla Búddans tengd við framleiðslu- og móttökuferli sjónvarps-
ins í óendanlegri lykkju.
Vídóverk Paiks hafa frá upphafi haft augljósa tengingu við skúlptúr, en nýj-
ustu verkin tengjast byggingarlist þó enn frekar. Þau hafa þanist út að stærð og
gerð, orðið rismikil og tilkomumeiri en áður. Þenslan er í beinum tengslum við
vöxt skjámenningar í samtímanum og útbreiðslu sjónvarpstækja sem senda frá
sér ofgnótt upplýsinga sem erfitt er að vinna úr og fyrir listina að keppa við.
Viðbrögð Paiks voru að gerast stórtækur með því að tefla saman tugum,