Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 120
M y n d l i s t
120 TMM 2006 · 2
hundruðum og allt upp í þúsund sjónvarpstækja í einu og sama verkinu. Þann-
ig hafa verkin breyst úr einföldum skúlptúrum í flókna sjónvarpsveggi á borð
við Megatron/Matrix og Electronics Superhighway: Continental U.S. sem bæði
eru frá 1995 eða í súlur líkt og The More the Better sem hann gerði fyrir Þjóð-
listasafnið í Seúl í tilefni af Ólympíuleikunum 1988. Í þessum verkum er áhorf-
andanum ekki ætlað að greina einstakar myndir heldur eru skjáirnir stilltir
saman til móttöku tölvustýrðra útsendinga í lokuðum rásum þannig að þær
mynda stór síbreytileg mynstur. Þessi síðustu verk eru of tilkomumikil og litrík
til að hægt sé að tala um niðurrif í líkingu við það sem Paik lagði stund á í upp-
hafi ferilsins. En þótt hann hafi hætt að brjóta niður hætti hann aldrei að
bregðast við samtímanum og spyrja um möguleika listarinnar og hlutverk í
tengslum við breyttar aðstæður þar sem hann sá alltaf nýja möguleika opnast.
Það er því óhætt að segja að hann hafi skilið eftir sig mun fleiri spor í lista-
sögunni en það sem varð eftir í Lindarbæ.
Heimildaskrá
Friedman, Ken ritstj.: The Fluxus Readar, Chichester, Academy Editions,
1999.
Goldenberg, RoseLee: Performance Art. From Futurism to the Present, New
York, Thames & Hudson, endurskoðuð og aukin útgáfa, 2000.
Hanhardt, John: The Worlds of Nam June Paik, New York, Guggenheim
Museum, 2000. Sýningarskrá.
Parfait, Françoise : Video : un art contemporain, Paris, Regard, 2001.