Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 121
TMM 2006 · 2 121
L e i k l i s t
Þórhildur Ólafsdóttir
Á þetta að vera fyndið?
Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands í samvinnu við CommonNonsense: Forðist
okkur eftir Hugleik Dagsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir. Tónlist
og hljóðmynd: Davíð Þór Jónsson. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir.
Teiknimyndasögur Hugleiks Dagssonar hafa birst Íslendingum í fjölda dag-
blaða undanfarin misseri en þar bregður höfundur á leik með myrkrahliðar
mannanna á kómískan hátt. Einfaldur stíll með hárbeittu háði í blandi við
hrylling hefur ratað í fréttablöð jafnt sem afþreyingarblöð, og hefur að öllum
líkindum hitt landann misvel fyrir, enda eru sumar myndirnar sem Hugleikur
dregur upp hvorki fyrir viðkvæma né börn. Þó hafa engin viðvörunarmerki
eða aldurstakmark verið sett á sögurnar og því má ætla að Íslendingar taki
myndasöguforminu ekki bara sem spéspegli heldur sem samfélagsspegli og er
það vel.
Hugleikur var fenginn til að laga myndasögur sínar að leikhúsinu fyrir nem-
endaleikhús LHÍ á síðasta ári og vann hann handritið að Forðist okkur upp úr
þremur myndasögubókum sem hann hafði þá gefið út, Elskið okkur, Drepið
okkur og Ríðið okkur. Sýningin gekk fyrir fullu húsi um haustið 2005 og var á
vordögum 2006 sett upp aftur vegna mikilla vinsælda.
Í byrjun sýningarinnar eru fjórar vinkonur kynntar til leiks, ungar, fallegar,
fullar og nýbúnar að keyra yfir mann. Vinkonurnar eru þungamiðja sýning-
arinnar, en fjölskyldur þeirra koma einnig við sögu og tengjast innbyrðis.
Vinkonurnar hafast ólíkt að. Yfirborðið er einni þeirra allt. Hún er falleg, mað-
urinn hennar er metró og húsið nýtískulegt eins og mynd úr Húsi og híbýlum.
Þrátt fyrir ytri fegurð, sem hún berst ötullega við að halda, hefur hún alvarlega
brenglað gildismat, er narsissísk neysluhyggjukona sem neyðir heiminn að
fótum sér, með góðu eða íllu. Eiginmaður hennar er jafnyfirborðslegur og
heldur stanslaust framhjá konu sinni, og fallegi unglingurinn þeirra er óör-
uggur og leggur minnimáttar í einelti. Ógæfan býr á heimilli annarrar vin-
konu. Börnin eru orðin þrjú, eitt fatlað, og eiginmaðurinn er ofbeldisfullur
drykkjusjúklingur sem misnotar konu sína og börn á hrottalegan hátt. Buguð
reynir hún að létta börnum sínum lífið eins og henni framast er unnt í fjand-
samlegu umhverfi. Þriðja vinkonan lifir fríkuðu lífi. Maðurinn hennar er með
brjóst, en það skiptir ekki máli því hún er tvíkynhneigð. Dóttirin er djöfla-