Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 122
L e i k l i s t
122 TMM 2006 · 2
dýrkandi með brókarsótt, íllgjörn og rætin. Fjölskyldan er samt ánægð og
styrkir fjölskyldutengslin yfir kókaínlínum og morðum. Á skólaendurfundum
birtist svo fjórða vinkonan óvænt; hún hafði búið lengi í Afríku þar sem hún
fann lífsförunaut sinn sem er górilla. Fólk glápir á þetta furðulega par, sem þó
elskar og virðir hvort annað og vandar uppeldið á ættleiddri dóttur sinni.
Í lífi vinkvennanna birtist ýmis konar raunveruleiki í gegnum öfgakennda
farsa. Hart er skotið á ýmsar meinsemdir samfélagsins og er þetta ein sterkasta
ádeilusýning á samtímann sem ég hef séð lengi. Okkur eru birtar óhugnanleg-
ar myndir af samskiptum fólks, sem eru teknar úr okkar eigin samfélagi.
Nauðganir, misnotkun, einelti, framhjáhald, neysluhyggja, morð, djöfladýrk-
un, limlestingar, barnaklám, fíkniefnanotkun og ömurleg aðstaða minnimátt-
ar dynja á okkur í sýningunni. Og það fer ekki á milli mála að það er okkar
samfélag sem elur svona óhugnað af sér. Blákaldur raunveruleikinn er fenginn
að láni og honum stillt upp fyrir framan áhorfendur sem eiga síns einskis ills
von og svara áreitinu með hláturrokum. Því allt er þetta sjúklega fyndið. Í
hvert sinn sem ég skellihló á sýningunni læddist að mér sú hugsun að í raun
væru svona hlutir engir brandarar heldur sorglegar staðreyndir í lífi allt of
margra. Mannlegur harmleikur og myrkrahliðar mannlegs eðlis eru ekki
beinlínis fyndnir hlutir. En hláturinn létti undir með manni, það er svo sárt að
horfa upp á sannleikann, óþægindin verða okkur óbærileg og að lokum gríp-
um við í öll hálmstrá sem að okkur eru rétt til að losna við líðanina sem heltek-
ur okkur. Við sjáum föður misnota dóttur sína. Hann grípur um brjóst hennar,
treður hendinni ofan í buxurnar hennar og nuddar andliti sínu að líkama
hennar. Skelfilegt atriði en því miður raunveruleiki innan margra heimilis-
veggja. Að horfa upp á þetta vekur hjá manni viðbrögð, manni er brugðið,
maður fyllist viðbjóði og verður vandræðalegur í fullum sal af ókunnugu fólki.
Þá er manni rétt hálmstrá. Dóttirin stekkur upp og segir „Æi, pabbi geturu
ekki misnotað mig þegar Friends er búið.“ Og salurinn skellihló. Þessi hrylli-
legi húmor gerði sýninguna bærilegri fyrir áhorfendur, en gróf þó ekki undan
ádeilunni. Þarna er skelfileg samfélagssýn göbbuð ofan í okkur og áhorfendum
er gert erfitt að ástunda þjóðaríþrótt Íslendinga: að horfa framhjá vandamál-
unum. Áhorfendur eru felldir á eigin bragði. Milli hlátraskallanna áttum við
okkur á því að það sem við sjáum á sviðinu er óþægilega kunnuglegt. Við
þekkjum þetta, við lifum og hrærumst í þessu hvort sem okkur líkar betur eða
ver, við bjuggum þetta allt til.
Hugleikur hefur sagt í viðtölum að yfirfærslan frá myndasögum til handrits
að leikriti hafi valdið honum örlitlum vandræðum, en ekki er á sýningunni að
sjá að hann hafi átt í erfiðleikum með hið nýja form. Í myndasögum höfundar
tengjast einstaka myndir ekki endilega heldur birtast sem sjálfstæðar heildir. Í
sýningunni tengir höfundur á milli og frásögnin verður þétt og línulaga og
sagan heildstæð. Handritið vísar stöðugt í frummyndina, enda geta þeir sem
þekkja til verka Hugleiks séð þarna kunnuglegar aðstæður og persónur. Hand-
ritið var svo slípað til á æfingum þar sem Stefán Jónsson leikstjóri og leikarar
gátu spunnið meira með einstaka senur og persónur, leið sem leikhúsfólk segir