Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 127
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 2 127
Þetta er að sjálfsögðu ekki ný speki fyrir okkur kattafólkið, en það er alltaf ánægju-
legt að fá eigin óljósar tilfinningar felldar í meitluð orð. Og það er einmitt niður-
staðan um þessa bók, hún er meitluð, ekki endilega í hefðbundnum skilningi á
meitluðu ljóðmáli heldur fyrst og fremst sem meitlaðar myndir. Ég veit ekki hvort
þær myndir yrðu enn áhrifameiri ef Gyrðir hagaði orðum sínum á ögn ljóðrænni
hátt, en mig grunar að það sára einfalda mál sem þær eru felldar í, sem er svo til-
gerðarlaust og auðskilið sem mest má verða, sé einmitt þjálasta verkfærið til að
gera slíkar ljóðmyndir.
Melkorka Óskarsdóttir
Sigggrónar sálir
Guðrún Eva Mínervudóttir. Yosoy. Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu
við Álafoss. Mál og menning, Reykjavík, 2005.
Sagan Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur er svolítið óstýrilát skepna, –
hleypur um víðan völl án þess að gefa til kynna hvert ferðinni er heitið og gefur
manni bylmingsspark í afturendann af og til svo að svíður undan. En skepnan
er vel sköpuð engu að síður, stíllinn er oft á tíðum dásamlegur og Guðrúnu Evu
liggur margt merkilegt á hjarta.
Yosoy er tæplega 400 blaðsíðna doðrantur, uppfullur af tilvistarpælingum
alls kyns, um lífið, dauðann og sársaukann, ofnum inn í hálfsúrrealíska sögu
um sársaukalækninn Ólaf sem sendur er til Íslands af belgískri milljörðungu,
Madame Louise Roubaix, til að fylgjast með hryllingsleikhúsinu Yosoy sem
starfar í Álafossverksmiðjunni gömlu. Sögum sex persóna er listavel fléttað
saman og söguþráðurinn sjálfur frumlegur, spennandi og vel til lykta leiddur.
Guðrún Eva hefur líka einstakt lag á að lýsa mannlífi og tilfinningum þannig
að lesandinn finni til samsömunar, – þennan hroll sem læðist stundum niður
hryggsúluna þegar maður er að lesa og orðin „já, einmitt þetta“ óma í hausnum
á manni. Og lýsingarnar voru svo áhrifamiklar að ég upplifði líkamleg ónot.
Það er ekki oft sem senur úr bókum lifa í minningunni mörgum vikum eftir
lesturinn, ekki þegar maður er bombarderaður með ímyndum alls kyns alla
daga. Þó er erfitt að standa sáttur upp frá lestri bókarinnar, eða rólegur öllu
heldur, því svo ótal mörgum spurningum er ósvarað. Kannski er það eitt aðals-
merkri góðrar listsköpunar, kynnu sumir að segja, að vekja spurningar.
Madame Louise Roubaix tilheyrir leynilegum hópi háttsetts og mikils met-
ins fólks sem heldur mikla leika annað hvert ár, þar sem spilað er með líf fólks
og úr því spunnin saga. Bókin byrjar á því að hún velur sína hetju, sérfræðing
í sársauka, dr. Ólaf Benediktsson, og kemur því í kring að hann flytji aftur til