Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 129
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 2 129
heimtar endalaust brjálæðislegri skemmtun, hvað sem það kostar.“ (124) Tóm-
leikinn í samtímaspeglinum, tilfinningaklámið í sjónvarpsþáttunum gengur
hart fram, og heimtar eitthvað nýtt, stærra, meira, ofboðslegra. Og hvar endar
það? Í þessu tilviki ristir Jói hold sitt að hjarta:
Hún varð líka að viðurkenna að eitthvað hafði breyst í henni eftir að Jóa hafði tek-
ist hið ómögulega: Að ganga fram af henni. Nokkrum vikum áður hafði hún staðið
aftast í salnum og séð glitta í hjartað á honum og núna gat hún ekki hætt að hugsa
um það og sjá það fyrir sér og það hafði undarleg áhrif á hana; eins og endalaus nún-
ingur við sálina sem varð af því sigggróin og dofin. (306)
Það er gamalkunnugt stílbragð að segja sögu í sögu svo sem til að skapa þá til-
finningu að lesandinn og höfundurinn standi fyrir utan veruleikann (metafik-
sjón). Þetta á sér samsvörun í leikhúskenningum Bertholds Brechts og upp-
setningum á leikverkum hans þar sem talað er um „Verfremdungseffekt“.
Þannig verða ýktar fjandsamlegar persónur að vissu leyti skiljanlegri, og hugs-
anlega á lesandinn, áhorfandinn, auðveldara með að hvessa gagnrýni sína í
skuggaveröld. Verfremdungseffekt/metafiksjónin bendir til þess að líta beri á
söguna sem eins konar krítík, dæmisögu jafnvel. Það er líka eitthvað mjög
ævintýralegt við söguna, í öllum sínum hversdagsleika, um leið og ýktar og
afkáralegar aðstæður og persónur eiga að minna mann á blekkinguna í sög-
unni, leiknum. Brechtísk kaflaheiti gefa einmitt þetta til kynna: „Ólafur
heimsækir loksins fjölleikahúsið en þar þarf hann að kljást við þann undarlega
misskilning að hann heiti ekki Ólafur heldur Kristján.“ (100)
Undanfarið hefur talsvert verið rætt um hnig póstmódernismans sem
ríkjandi stefnu í menningu og listum síðustu áratuga. Listamenn skrifa ekki
lengur í siðferðilegu tómarúmi þar sem ekkert skiptir máli nema þeirra eigin
skynjun, það virðist vera komin inn í þennan glans og gerviheim tómhyggj-
unnar einhvers konar ábyrgðartilfinning, ekki bara pólitísk í eiginlegum
skilningi heldur gagnvart hinu sammannlega. Tilfinningin er að listamenn
hafi eitthvað að segja, að þeim liggi eitthvað á hjarta. Kannski eru þeir að segja
að við getum ekki lifað í gerviraunveruleika, að við megum ekki leyfa sálinni
að verða sigggróin, að við verðum að lifa í þessu saman, lífið verði ekki upp-
lifað í raun nema í samneyti við annað fólk, – í raunveruleikanum. Gamla
hippahugsjónin er að rísa úr dái og hefur líkamnast í pósthúmanískum húm-
anisma eins og Jón Yngvi Jóhannsson reifar í umsögn sinni um Flóttann eftir
Sindra Freysson í hausthefti TMM 2005.
Sagan hennar Guðrúnar Evu fjallar um persónur sem flestar eru í einum eða
öðrum skilningi firrtar vegna ofurraunveruleikans sem umlykur þær, – gervi-
lífsins sem þau eru farin að halda að sé raunveruleiki. Þær eru staddar í tóma-
rúmi og virka eins og misheppnaðar manneskjur, svefngenglar í eigin lífi sem
aldrei taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Það er ekki fyrr en þær standa
andspænis dauðanum sem þær stíga út úr ofurraunveruleikanum og gervilíf-
inu sem þær búa í og kasta grímunni. Þá ná þær loks saman í gegnum samlíð-