Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 131
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 2 131
heldur löng og orðmörg þegar á líður, bókin hefði áreiðanlega þolað nokkra
styttingu eins og reyndar flestar bækur, að Biblíunni og Gagni og gamni með-
töldum.
Þessi grein er þegar orðin 300 orð án þess að ég sé farinn að minnast á höfuð-
efni hennar sem er hvorki einmanaleiki sjávarþorpsins né myrkviðir undir-
heimanna heldur íslenski bókmenntaheimurinn, sem kannski sameinar eitt-
hvað af þessu tvennu þegar betur er að gáð.
Bók Stefáns Mána, Túristi, sem kom út fyrir jól 2005, fjallar um íslenska
bókmenntaheiminn. Stefán undirbjó útgáfu bókarinnar með sérstæðum yfir-
lýsingum í blaðaviðtölum um að hér væri að fæðast bók sem tæki íslenska
bókmenntaheiminn tiltölulega ósmurt í þarminn og myndi valda skjálfta, reiði
og usla í innviðum hans. Þessum yfirlýsingum var síðan fylgt eftir með
reiðilegum nöldurviðtölum Stefáns um áhugaleysi útgáfufyrirtækis hans, og
mátti skilja það svo að Edda væri eiginlega að reyna að þagga bókina niður og
Kristján B. Jónasson, hinn orðvari þróunarstjóri Eddu, mætti ítrekað á síður
blaðanna og bar af sér ávirðingar höfundar.
Bókin fékk ekki sérstaka dóma enda var eiginlega búið að stilla gagnrýn-
endum upp við vegg. Flestir þeirra þekkjast í skrumskældri mynd í bókinni
sem gerði þá fyrirfram að nokkru leyti vanhæfa til þess að segja eitthvað hlut-
laust um verkið. Mér finnst líklegt að einhverjir blaðamenn hafi hraðlesið bók-
ina í leit að virkilega krassandi ummælum og neyðarlegu skopi um núlifandi
bókmenntahetjur en slíkt er í rauninni vandfundið í bókinni og kannski hafa
því einhverjir þeirra orðið fyrir nettum vonbrigðum.
Túristi fjallar vissulega um bókmenntaheiminn á Íslandi, þó er hún fyrst og
fremst metnaðarfull tilraun til þess að búa til talsvert flókna skáldsögu þar sem
mörgum sögum fer fram samtímis. Þar renna saman sögur sem rithöfund-
arnir í bókinni eru að skrifa eða ætla að skrifa og sögur sem þeir tala um. Sam-
tímis er sögð sagan af rithöfundunum sem byggja sögur sínar á minningum
sínum og þær renna saman við sögurnar sem þeir ætla að skrifa eða eru að
skrifa, og stundum eru persónurnar raunverulegar og stundum ekki. Stundum
er umhverfið raunsætt og stundum goðsagnakennt og augljóslega úr hugar-
heimi söguhetjanna..
Þetta verður á köflum afar mögnuð blanda þar sem lesandinn er aldrei
almennilega viss um það í hvaða sögu hann er staddur og því síður hvort það
er skáldsaga í skáldsögunni, minningar í skáldsögunni, skáldaðar minningar
eða draumar.
Þetta gefur Stefáni Mána færi á að beita klifun mjög skemmtilega því lesand-
inn er leiddur gegnum sömu atburðina aftur og aftur. Sérstaklega er það ára-
mótafagnaðurinn eða öllu heldur aldamótafagnaðurinn á Hótel Sandvík sem
gengur aftur og aftur; við sjáum hann í draumi og veruleika, frá sjónarhóli
margra persóna og í mörgum myndum. Á Hótel Sandvík gerist aldrei neitt nýtt
heldur stendur alltaf sama partíið aftur og aftur með sömu gestunum. Það er
reimt á hótelinu og sagt að gæti maður sín ekki geti maður villst inn í óþekkta
rangala og horfið. Og þótt einhver beiskur rithöfundur með ritstíflu á fylliríi