Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 139
U m r æ ð u r
TMM 2006 · 2 139
nýja var ætlunin að sameina pólitíska dægurmálaumræðu sem hingað til hafði
verið í Kastljósinu gamla, menningarumfjöllun úr Mósaíki og svo efni fyrir
ungt fólk sem var aðalefni Ópsins. Og umsjónarmenn allra þessara þátta eru
þarna saman komnir ásamt tveimur nýjum sem var „stolið“ af Stöð tvö eftir að
Stöð tvö „stal“ einhverjum öðrum af Sjónvarpinu.
Gamla Kastljósið var þó ekki ýkja gamalt heldur einn margra þátta með
þessu nafni. Kastljós komst fyrst á dagskrá Sjónvarpsins árið 1974 og var þá
fréttaskýringaþáttur um innlendar fréttir. Síðan var sá þáttur sameinaður
öðrum þætti, Umheiminum, sem var fréttaskýringaþáttur um erlend málefni,
undir merki Kastljóssins sem var á dagskrá fram eftir níunda áratugnum, m.a.
á föstudagskvöldum á undan Derrick hinum þýska. Kastljós hefur því lengi
verið samofið sögu Sjónvarpsins.
Nýjasta Kastljósið (þetta sem er án greinis) er þannig séð prýðilega upp
byggður þáttur. Hann minnir nokkuð á annan þátt sem hét Dagsljós en sá
dreifðist enn meira um landið, í honum runnu saman Stiklur og myndvers-
umræður. Kastljós er að því leyti öðruvísi að í honum er litlu rými varið í að
tala við „venjulegt“ fólk á landsbyggðinni eða draga upp skrautlegar mannlífs-
myndir. Kannski ræðst það af umsjónarmönnunum, kannski vantar einfald-
lega þann sem hefur áhuga á slíku. Gísli Einarsson hefur verið með slíkan þátt
undanfarin ár en var ekki hafður með í sameiningunni miklu.
Hvernig þáttur er þá Kastljós? Því er kannski best lýst með upphafskynning-
unni sem var í þættinum framan af. Þar sátu umsjónarmenn við borð undir
hressilegu gamanþátta-upphafsstefi og hlógu glaðlega með pappíra í höndum,
glaðir og fallegir að undirbúa skemmtilegan þátt. Svo var gert grín að þessu í
Spaugstofuþætti þar sem þeir félagar sátu með hárkollur við sama borð og hlógu
tryllingslega. Þetta var fyndið því að þó að kynningin virkaði vel með ungu og
flottu fólki varð fáránleiki hennar ljós þegar miðaldra karlmenn með hárkollur
gerðu hið sama. Og skömmu síðar var komin ný kynning með efni úr þáttunum
– umsjónarmenn enn áberandi en líka gestir, flestir hlæjandi og glaðir. Hin
upphaflega kynning var skemmtilega sjálfhverf. Höfuðáherslan var á umsjón-
armennina og segir það sitt um ímynd þáttarins – miklu skiptir hvaða fólk spyr
spurninganna á hverju kvöldi. En hvað gerist svo í þáttunum sjálfum?
Kastljós ber þess merki að því er ætlað að sinna öllu. Gallinn er sá að þó að
umsjónarmennirnir séu glaðir og hlæjandi lenda þeir stundum í vandræðum
með einmitt það: að sinna öllu. Þannig hefur menningarumfjöllunin dregist
verulega saman frá því sem var og hét í Mósaíki. Öðru hverju bregður þó
Jónatani Garðarssyni fyrir að hlýða á leiklistargagnrýni „í hnotskurn“ eða
hann fær að fara með myndatökumann inn á myndlistarsýningu. Sama má
segja um efni fyrir ungt fólk sem Ópið sinnti áður, því bregður fyrir en það
setur minni svip á dagskrána en almenn dægurmálaumfjöllun.
Menningarumfjöllunin hefur ekki aðeins minnkað heldur breyst. Nú felst
hún einkum í bókmenntagagnrýni fyrir jólin og leiklistargagnrýni öðru
hverju. Þar mæta gagnrýnendur og sýna stundum ótrúlega leikni í að koma
miklu á framfæri á stuttum tíma þó að sú hætta sé ávallt fyrir hendi að þeir