Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 140
U m r æ ð u r
140 TMM 2006 · 2
endurtaki sömu hugsunina aftur og aftur því að tíminn er jafnan naumur og
því erfitt að byrja á nýrri hugsun. Ennfremur mæta oft íslenskar hljómsveitir
og taka lagið í lok þáttar. Listamenn sem koma í þáttinn eru yfirleitt að kynna
sig og mæta í viðtal til að segja að þessi sýning verði opnuð á sunnudaginn,
þessa bók þurfi allir að lesa eða þessa kvikmynd þurfi allir að sjá. Þannig séð
má segja að í Kastljósi sé líka sinnt því hlutverki sem áður var sinnt í þáttum
Hemma og Gísla. Þvílík samlegðaráhrif!
Við þetta bætast svo stöku viðtöl við listamenn að ógleymdum reglulegum
viðtölum við erlendar kvikmyndastjörnur og poppstjörnur sem mæta og flissa
með stjórnendum þáttarins að því hvað Íslendingar séu drykkfelldir og hvað
íslenskt kvenfólk sé lausgyrt. Þá gildir einu hvort rætt er við Quentin Tarant-
ino eða Kiefer Sutherland. Allir sem eru útlendir og pínu frægir eru dregnir í
„settið“ og látnir tjá sig um Ísland og svo er tæpt á því sem þeir gera annars,
hvernig dagurinn er hjá þeim og hvaða kvikmynd sé næst. Uppskriftin að
þessum viðtölum er einföld og þau má sjá í þáttum Jay Leno á Skjá einum.
Spjallað í stutta stund um eitthvað hálfu hversdagslegra en samræðurnar við
kvöldverðarborð meðaljónsins, hlegið smá, „plöggað“ smá og svo er það búið.
En hvað vill maður meir? Í þessum viðtölum er jú menningarlegt fólk. En
það er ekki nóg að það sé fjallað um menningu. Það verður líka að gera kröfur
til þess hvernig sú umfjöllun er. Viðtal við handhafa íslensku bókmenntaverð-
launanna 2006 í flokki fagurbókmennta einkenndist t.d. af því að spyrjandi
virtist ekki hafa lesið bókina sem hlaut verðlaunin og viðtalið snerist því
aðallega um hvar nákvæmlega á landinu þorpið væri sem er sögusvið hennar
og svo vangaveltur um það hvernig verðlaunahafanum liði nú að vera loksins
kominn í hóp hinna stóru því að þar hefði hann jú ekki verið áður. Verðlauna-
hafinn varð auðvitað dálítið hvumsa yfir þessari spurningu enda búinn að vera
að skrifa í mörg ár við góðar undirtektir. Tilnefndur til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs auk innlendra verðlauna, hvað eftir annað, en greinilega ekki
orðinn einn af þeim „stóru“ að mati Kastljóss.
Fagmannlegt? Nei. Kannski er ekki hægt að ætlast til þess af umsjónar-
mönnum Kastljóss að þeir hafi sérfræðiþekkingu á mörgum sviðum. En
íslensk menning á það skilið að Sjónvarp allra landsmanna sinni henni á fag-
legan hátt.
Gallinn við þetta form er einnig sá að áhugamenn um listir, bókmenntir og
hvers konar menningu geta ekki lengur gengið að umfjöllun um slík efni vísri.
Til þess að fylgjast með menningarumfjöllun í Kastljósi þarf líka að horfa á
konuna sem prjónar litríka trefla, stjórnmálamennina sem þurfa að þræta um
legu Sundabrautar svo ekki sé minnst á hundinn dansandi. Allt er þetta menn-
ing í einhverjum skilningi en fyrir fólk sem hefur áhuga á faglegri eða fræði-
legri umfjöllun um bókmenntir, leiklist, dans, myndlist, tónlist, kvikmyndir
o.s.frv. er sú umfjöllun orðin mjög af skornum skammti.
Þetta er þó einmitt það sem íslenskt menningarsjónvarp ætti að sinna og
gera landsmönnum aðgengilegt. Menningarhlutverki Ríkisútvarpsins er ágæt-
lega sinnt af báðum rásum hljóðvarpsins. Það er eðlilegt að gera sambærilega